Morgunn - 01.12.1964, Side 26
104
MORGUNN
ég, að mig hafði dreymt, að ég hrapaði niður af þessum
palli, slasaðist og væri fluttur í sjúkrahús. Ég klifraði
síðan í skyndi niður stigann, hit.ti verkstjórann að máli
og sagði honum, að ég vildi helzt vera laus við að vinna
þarna uppi. Hann tók því vel og fékk mér starf við að
þilja í kring um dyr í hinum enda hússins.
Nú líður og bíður. Klukkan er orðin ellefu og ég hætt-
ur að hugsa um drauminn. Verður mér þá að skreppa
upp á vinnupallana við fyrstu hæð einhverra smáerinda.
En þegar þangað kemur, veit ég ekki fyrri til en fjöl
lætur undan og brotnar og ég dett út af vinnupallinum
og lendi með bakið á steinstéttinni fyrir neðan. Þetta var
ekki hátt fall, en ég bilaðist í mjóhryggnum og var um
tíma algjörlega lamaður neðan við mitti. Ég var iagður
til á fleka og lá þar unz sjúkrabifreið kom og flutti mig
á sjúkrahús. Þar lá ég í rúman hálfan mánuð.“
Það, sem einkum veldur því, að varúðarráðstafanir mis-
takast, er auk gleymsku og þess, hve vitranirnar oft eru
óljósar, blátt áfram það, að maður getur ekki sjálfur ráð-
ið við rás atburðanna eða komið í veg fyrir hana. Þetta
getur stafað af því, að til þess er aðstoð annarra nauð-
synleg, aðstoð, sem ekki er látin í té.
Prestur nokkur í Ástraliu, D— að nafni, skrifar:
„Faðir mirin átti vin þann, er T— hét, og fóru þeir oft
saman á veiðar. Einu sinni ákváðu þeir að fara á veiðar
á föstudaginn langa. Þessu voru konur þeirra mjög mót-
fallnar og kváðu það vera vanhelgun dagsins. En þeir
voru hinir áköfustu og létu sér ekki segjast.
Þeir höfðu gert ráð fyrir að leggja af stað klukkan
hálfátta um morguninn. En þegar það drógst, að T—
kæmi, var bróðir minn sendur heim til hans til þess að
reka á eftir honum. Kom þá í ljós, að það hafði tafið
T—, að kona hans lagði mjög fast að honum að fara
hvergi. Kvað hún sig hafa dreymt um nóttina, að hún
stæði úti fyrir dyrunum og sæi vagn með hvítum hesti
fyrir á leið til sjúkrahússins. Og í vagninum var maður