Morgunn - 01.06.1968, Page 9
MORGUNN
3
grætur yfir barni sínu, sem aldrei komst á legg. Farið til
elskendanna, sem dauðinn slítur sundur. Farið til skáldsins,
sem andast með hálfort ljóð á tungu, og allra annarra, sem
finnst lífið hafa mistekizt fyrir sér. Farið til þeirra, sem orð-
ið hafa fyrir sárustu vonbrigðum, þolað hafa saklausir róg
og brigzl, þeirra, sem níðzt hefur verið á og orðið hafa undir
í lífsbaráttunni. Og farið loks til hvers og eins, sem leiðrétta
vill glöp og mistök ævi sinnar og bæta fyrir brot sín, og sem
gera vildi líf sitt betra og vegsamlegra en enn er orðið og
unnt er að gera á örstuttri mannsævi. Hjá öllum þessum er
spurningin meira en forvitnispurning. Undir svarinu er kom-
in æðsta von mannsins og allt, er honum finnst mestu varða.
... Ef maðurinn deyr? ... Leikur þá yfirleitt nokkur efi á
að maðurinn muni deyja, hverfa ekki allir ofan í gröfina að
lokum og eru þar með úr sögunni?
öll höfum vér séð á bak einhverjum ástfólgnum vini. Vér
höfuð séð, hvernig lífið fjarar út smátt og smátt, hvernig
þessi undursamlegi glampi í augunum, sem speglað getur
næstum því allar hugrenningar mannssálarinnar slokknar.
Vér höfum séð brosin stirðna á vörunum og heyrt orðin
deyja á tungunni, og séð líkamann, sem áður Ijómaði af lífi
og mætti, hverfa lémagna í moldina.
Á því leikur enginn efi, að efnislíkaminn deyr. Hitt var
það, sem spurt var um, hvort maðurinn mundi þá aftur
lifna við?
Gyðinglegar og grískar hugmyndir.
Til grundvallar fyrir þessari spurningu liggur sú forna
hugmynd Gyðinga, sem náði um skeið nokkurri fótfestu í
hristinni trúfræði, að dauðinn væri eins konar grafarsvefn,
er skaparinn mundi síðar vekja menn af. Um þetta vitnar
hinn alkunni útfararsálmur:
Sofðu vært hinn síðsta blund,
unz hinn dýri dagur ljómar,
Drottins lúður þegar hljómar
hina miklu morgunstund.