Morgunn - 01.06.1968, Blaðsíða 49
MORGUNN
43
sjá, en hann á við það, þegar hann var ennþá yngri. Þá
hafði hann oft gaman af því að horfa á öldurnar og sjá
þær skella upp í klappirnar".
,,Hann hefur oft hugsað um flóð og fjöru. Ég skil ekki,
hvað hann á við með þessu, eða hvað hann meinar með því.
Ég held hann eigi ekki við orsakir til þessa, nei, það á
áreiðanlega ekki að skilja þetta svo, en hann hefur áreið-
anlega oft hugsað um flóð og fjöru. Ég botna að vísu sjálfur
ekkert í þessu, en finnst það muni standa í einhverju sam-
handi við störf hans einhvern tíma ársins, og hann segir
það blátt áfram hafa verið nauðsynlegt að fylgjast vel með
flóði og fjöru“.
,,Hann brosir nú bara að mér, auðsjáanlega hálf hissa á
hví, að ég skuli ekki skilja þetta almennilega. Hann segir
Þetta sé nógu skýrt og greinilegt hjá sér, sem hann sé bú-
inn að segja mér og sýna. Hann Einar skilur það, segir
hann“.
,,Já, það var alveg rétt, ég skildi þetta vel. Þeim, sem sjó-
sókn stunda á Austurlandi (hér er átt við Reyðarf jörð), er
það öðrum fremur nauðsynlegt að fylgjast vel með sjávar-
föllum, bæði hvað snertir sjósókn og öflun skelfiskjar til
beitu, en sjóróðrar voru m.a. eitt af aðalstörfum hans á
sumrin. Ennfremur er það rétt, að frá heimili hans sést
ekki út á opið haf og ekki út í fjarðarmynnið, heldur yfir
mikinn hluta fjarðarins, og inni í fjörunni fyrir neðan bæ-
Jnn eru klappir, eins og hann tekur fram.
,,Hann hafði gaman af því að vera á sjó“, hélt Jakob
áfram. ,,Hann segist stundum hafa fengið að fara með, er
stutt var farið, þó að hann væri ungur, þegar lagt var á
fjörðinn, segir hann, en hann segir, að það hafi líka stund-
um verið farið á báti að heiman frá sér í öðrum erindum,
t- d. i kaupstaðinn, og þá hafi sér líka stundum verið lofað
að fara með“.
Við þetta kannaðist ég ágætlega.
,,En svo segist hann líka hafa fengið að fara með pabba
sinum, þegar hann hafi verið að ná í heyið og flytja það.