Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Side 18

Morgunn - 01.06.1968, Side 18
12 MORGUNN Það er ekkert upphaf og enginn endir. Vaxandi þekking hefur aftur f jarlægt mennina þeirri efn- ishyggju, sem myrkvaði hugskotin á síðast liðinni öld og enn eimir eftir af. Hugmyndin er allt önnur í dag en hún var fyrir hálfri öld. Frá því Sálarrannsóknafélagið brezka var stofnað á seinni hluta 19. aldar hafa margir ágætir vísindamenn aftur tekið að veita sálrænum fyrirbrigðum athygli, og þessar at- huganir hafa leitt til þess, að efnishyggjan er nú aftur á und- anhaldi. Athyglisvert er það, að ýmsir hinna ágætustu efn- isvísindamanna, sem á annað borð hafa farið að gaumgæfa þetta mál af alvöru, hafa sannfærzt um, að hér er ekki um hégómleg vísindi að ræða. Margir þeirra hafa jafnvel ekki hikað við að telja fyrirbrigðin stafa frá framliðnum mönn- um eða vitsmunaverum annars heims. Nýlega rakst ég á játningu af þessu tagi eftir uppgjafa- prófessor frá Duke háskólanum í Bandarikjunum. Hann segir: „Trú mín á ódauðleikann hefur í ríkum mæli styrkzt við athugun sálrænna fyrirbrigða. Þessar rannsóknir eiga sér nú 75 ára sögu, og virðist mér, að þær ættu nú að vera þess umkomnar að svara spurningunni, sem ég hef lengi velt fyr- ir mér, hvort andi minn eða sál muni lifa af líkamsdauðann. Þegar hafa verið gerðar meira en 3.000.000 tilraunir á þessu sviði, og sýna þær ótvírætt, að hugur mannsins getur starf- að óháð tíma og rúmi. En sú staðreynd, að vitundin getur starfað óháð heilanum, styrkir mig í þeirri sannfæring, að sálin muni lifa, þó að likaminn deyi.“ Þannig mælir þessi gamli háskólakennari. Og loks vil ég benda á frásögn frægs útvarpsfyrirlesara í Bandaríkjunum, sem ég las nýlega í tímariti. Hann segir: „Ljúft er oss öllum að trúa því, að ástvinir vorir, sem farnir eru á undan oss af þessum heimi, haldi áfram að lifa, og að vér eigum síðar eftir að hitta þá á einhverju undra- landi tilverunnar. Sumir okkar hafa hlotið reynslu, sem ger-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.