Morgunn - 01.06.1968, Page 19
MORGUNN 13
ir okkur örugga í þessari sannfæringu. Þetta kom fyrir mig,
er ég var loftskeytamaður á herskipi árið 1942.
Þá var það einn dag, að ég sofnaði dauðþreyttur eftir
langa vöku. Dreymdi mig þá, að faðir minn, sem ég hafði
ekki séð mörg ár, kom inn í klefann til mín, tók í hönd mína
og sagði: „Vertu sæll, sonur minn!“ — „Vertu sæll, pabbi,“
sagði ég. Vitrun þessi var svo glögg og lifandi, að hún mun
mér aldrei úr minni ganga.
Eitt hið fyrsta, sem mér var sagt, er ég vaknaði var það,
að mér hefði borizt skeyti um, að faðir minn væri látinn.“
Svo bætir hann við:
„Ég er sannfærður um, að faðir minn lifir einhvers stað-
ar, þar sem veröldin er eilíflega ung og björt! Það er Guð,
sem stjórnar þessum sjónleik, sem við köllum líf. Og þegar
tjaldið fellur að loknum einum þætti, verður það brátt dreg-
ið upp fyrir öðrum.“
1 bók eftir írska mennta- og tónlistarkonu, sem telur sig
vera í sambandi við miklar vitsmunaverur af öðrum heimi,
segir af ýmsum sérkennilegum tilsvörum þeirra. Eitt hið
síðasta, sem þær sögðu við hana var þetta:
„Það er ekkert upphaf og enginn endir.“
Hvaða málefni væri merkilegra og jafnframt nauðsyn-
legra rannsóknarefni en þetta?
Það varðar eðli lífsins og örlög allra lýða. Það kemur
hverjum einasta manni við, sem eitthvað vill vita um Guð
og um sjálfan sig.