Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Side 33

Morgunn - 01.06.1968, Side 33
MORGUNN 27 að gera það vegna dætra sinna. Við komum okkur síðan saman um skilnaðinn í bróðerni og án beiskju. Ég ásaka hana ekki. Ef við hefðum þá þekkt hið sanna eðli ofdrykkj- unnar, er ég sannfærður um, að hún hefði haldið áfram að hjálpa mér af sömu ástúðinni og fórnfýsinni, sem hún hafði jafnan auðsýnt mér. Ef til er nokkur meiri bölvun en of- drykkjan sjálf, þá er hún fólgin í því, þegar slíkur sjúkling- ur er bæði kvæntur og fjölskyldumaður. — öll skapgerð drykkjumannsins breytist. Hann verður eigingjarn og ekki hægt að treysta honum. Og samfara þessu er svo hin líkam- lega hrörnun." Árið 1949 lagðist Ford inn á sjúkrahús, ekki þó vegna drykkjuskapar, heldur sökum þess, að heilsa hans var gjör- samlega niður brotin. Þegar hann losnaði þaðan, var honum sagt, að hann yrði að sætta sig við að verða óvinnufær, og sennilega ætti hann ekki langt eftir ólifað. En ef hann byrj- aði að drekka á ný, væri honum bráður bani vís. Hann tók nú að reyna að bjarga sér sjálfur. Hann hafði áður kynnt sér yogaæfingar og lesið mikið um dulspeki og háspeki. Hann tók nú að notfæra sér þessa þekkingu sér til heilsu- bótar og gerði tilraunir til þess að breyta andlegum viðhorf- um sínum og styrkja líkamann. 1 maí 1950 hafði honum tekizt að halda sér frá áfengi í fjóra mánuði. Hann varð hressari en hann hafði verið árum saman. Sálrænir hæfi- leikar hans reyndust sízt minni en áður. Hann samdi nú um að flytja fyrirlestra, sem áttu að hefjast í júní, og fluttist hann nú aftur til New York. Og nú skulum við aftur gefa Ford sjálfum orðið: „Þar kom það fyrir kvöld nokkurt að ég hitti Cliff B ..., sem var góður vinur minn. Hann bauð mér að borða með sér miðdegisverð og sagði mér þá, að hann væri í þann veginn að fara á fund, sem hann hefði mikinn áhuga á. Hann bauð mér með sér á fundinn og ég ákvað að fara. Við fórum til safnaðarhúss við kirkju eina við 5. götu, en þar voru sam- an komnir um 200 manns, og allir mjög ánægðir á svip. Ég kannaðist þarna við nokkra gamla kunningja mína. Og nú
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.