Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Side 35

Morgunn - 01.06.1968, Side 35
MORGUNN 29 En þá gerðist nokkuð óvænt. Mér varð á að reka höndina í litla biblíu, sem lá á borð- inu, svo hún hrökk niður á gólfið. Þegar ég tók hana upp, kom skyndilega upp í hug minn minning frá æskudögunum heima. Þá var það vani minn að opna biblíuna af handahófi og láta fingurinn staðnæmast á síðunni. Ritningarstaðurinn, sem fingurinn benti á, var þá boðskapur dagsins mér til handa. I þetta skipti nam fingur minn staðar við 7. vers í I. kapitula II. Tímóteusarbréfs: „Þvi ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleika og stillingar.“ Gat Guð greinilegar til mín talað í þrengingum mínum? 1 þessum svifum kom ég einnig auga á bækling, sem ég hafði lagt á borðið undir biblíuna, þegar ég kom heim af fundinum, sem ég áður gat um. Honum hafði verið útbýtt þar. Ég mundi óljóst eftir því, að þessir fyrrverandi of- drykkjumenn höfðu haft orð á því, að eitt af störfum þeirra væri í því fólgið, að heimsækja drukkna menn í eymd þeirra, hvort heldur væri á nóttu eða degi. Ég reis upp við dogg. Jú, þetta höfðu þeir sagt. En var nokkurt vit í því að leita til þeirra? Ég lagðist út af aftur og velti þessu fyrir mér. Minnisbók mín lá þarna einnig á símaborðinu. Þar voru nöfn og heim- ilisföng margra kunningja minna og vina. Þótt ég bæði ein- hvern þeirra að koma og finna mig, mundi hann ekki gera annað en segja við mig: ,,Þú ert fullur, hallaðu þér á vangann og reyndu að sofa þetta úr þér. Ég skal svo líta til þín í fyrramálið.“ Var nú unnt að ætlast til þess, að bráðókunnugir menn reyndust mér betur en vænta mátti af vinum mínum? Þeg- ar maður er búinn að missa allt traust á sjálfum sér, fer sjaldan mikið fyrir trausti manns á öðrum. Það er líka eitt af einkennum drykkjumannsins, að hann verður bæði ill- gjarn og tortrygginn í garð annarra. Hann hefur líka kom- izt að raun um það á drykkjuferli sínum, að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. En þarna stóð nú símanúmerið svart á L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.