Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Page 37

Morgunn - 01.06.1968, Page 37
MORGUNN 31 reynt að biðja. En nú varð mér ljóst, að ég kunni ekki að biðja réttilega, og að ég hafði aldrei átt hina öruggu trú. En þessir menn voru sjálfir lifandi vitnisburður trúarinnar á það, sem menn vona, og þeir voru orðnir að nýjum mönn- um. Þeir höfðu nóg að starfa og nutu virðingar vina sinna, og f jölskyldum þeirra þótti vænt um þá. Þeir stóðu sízt öðr- um að baki. Þvert á móti. Þeir áttu öryggið í ríkara mæli, auðmýktina og gleðina. Þeir voru sigurvegarar yfir freist- ingum sínum og vildu gefa öðrum hlutdeild í þeim sigri. En þótt þeir töluðu um hulinn, voldugan mátt til hjálpar, var fjarri því, að þeir gerðu mér götuna greiða eða sporin létt. Ég varð að krefjast fullkomins heiðarleika af sjálfum mér. Ég varð að gera upp þrotabú mitt án undandráttar og vægðarlaust. Ég varð að semja skrá um allt það, sem kvaldi mig, yfirsjónir mínar og ósigra, kæruleysi mitt og skapbresti. Ég varð ekki aðeins að draga fram í dagsljósið bresti mína og galla og á hverju og hverjum þetta hefði bitnað. Ég varð að sjá og viðurkenna hvað ég hafði van- rækt. Og það lá í augum uppi, að með þvi að skjóta mér undan skyldum lífsins, hafði ég unnið mörgum tjón. Þess vegna var mér gert að skyldu að gera skrá yfir þessa menn og hvað illt ég hefði gert hverjum þeirra fyrir sig. Síðan átti ég að fara rakleitt á fund þeirra og reyna að bæta fyrir misgjörðirnar, eftir því sem unnt var. Þetta fannst mér raunar það erfiðasta, því þeir voru orðnir svo margir, sem ég hafði sært og valdið vonbrigðum. Ég hafði hrundið frá mér ýmsum þeim, sem vildu mér vel, en aðra tælt út á hættulegar brautir. Næstu mánuðina reyndi ég að koma þessu í framkvæmd. Ég byrjaði á því að ræða við einn góðan og gamlan vin minn um fortið mína. Ég dró fram allt, sem ég blygðaðist mín fyrir og fyllti hjartað iðrun. Því næst tók ég að reyna að bæta fyrir það, sem ég hafði misgjört. Aldrei varð ég fyrir ásökunum af hendi þeirra, sem ég í einlægni bað fyrir- gefningar. Verst var, að ég gat ekki náð til allra, sem ég hafði brotið gegn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.