Morgunn - 01.06.1968, Side 39
Jón AuSuns, dómprófastur:
Frú Guðrún Guðmundsdóttir
In memoriam
☆
Sá flýgur víst geist, sem geymt hefir búr
með guðseðlisneistann í blóði.
Loks kom hann og leysti þig álögum úr
hinn alvitri meistarinn góði.
Svo kvað skáldkonan á Hlöðum, er henni barst andláts-
fregn vinkonu, sem lengi hafði borið þungan sjúkdómsfjöt-
ur. Henni þótti sem flogið hefði út í frelsið fugl úr þröngu
búri, eða eins og fjötur hefði verið brotinn og guðsbarnið
leyst úr álagahami, og hefði loks fundið frelsi.
Svo þótti mér, er mér var borin fregnin um andlát frú
Guðrúnar Guðmundsdóttur. En það vissu vinir hennar, að
14 ára gamalli hafði henni verið bundinn sá f jötur, sem hún
bar alla ævi síðan, í meira en 50 ár.
En þá ber frelsinu að fagna, þegar fjötur er sprengdur,
klefanum þrönga er lokið upp og fanganum gefið frelsi.
Frú Guðrún Guðmundsdóttir, sem fjölda fólks var kunn-
ug með nafninu „Guðrún frá Berjanesi“, vann um langt
árabil svo mikið og gott starf á vegum Sálarrannsókna-
félags Islands, að naumast mun þykja um of, þótt gamall
vinur og samstarfsmaður minnist hennar með stuttri grein
í Morgni. En í gömlum árgöngum Morguns eru athygl-
isverðar greinar eftir sjálfa hana og aðra um sálræna
reynslu hennar.
Vinir frú Guðrúnar hlutu að kenna gleði, þegar þeim var
borin andlátsfregn hennar. En fregnin var þó ástvinum
3