Morgunn - 01.06.1968, Page 43
MORGUNN
37
hafði borið eða á fundum hennar hafði gerzt, rangfærðar
°g orðum auknar eftir að hafa farið of margra á milli.
Varfærni hafði hún lært ekki sízt af samstarfinu með Ein-
ari H. Kvaran, sem hún dáði mikið. Og hún gat orðið bæði
sar og harðorð, er hún heyrði um gagnrýnilausa meðferð
manna á sálrænum málum. Þau voru henni helgur dómur.
Og ég heyrði hana aldrei mikla fyrir sér eða öðrum það,
sem menn töldu rök fyrir tilvist annars heims, en hún kunni
sjálf aðrar skýringar á. Hún var ekki í vafa sjálf um, að
skýringar spíritismans á miðlafyrirbærunum ættu við rök
að styðjast. En jafnframt var henni ljóst, að mörg þau rök
eru veik og að vandlega þarf að vega og meta gildi þeirra.
Hún lagði lengi fram sinn skerf að starfi Sálarrannsókna-
félags Islands, án þess að hirða um að auðgast af því starfi.
Hún talaði út frá eigin reynslu, sem hún var sannfærð
um að væri ekki blekking, þegar hún sagði einhverju sinni:
i.Það er mikið sagt og kannski ekki af nægilega mikilli auð-
^uýkt, en ég þykist þekkja að nokkru hvorttveggja, fjötrana
°g frelsið úr viðjum jarðneska líkamans."
Nú hefur frú Guðrún fengið frelsið. Og ég veit, að henni
fylgir virðing margra og þökk. Svo misfellulaust var sam-
starf hennar og þeirra, sem með henni unnu. Ég held, að
a því sé enginn skuggi.
Sálrænir hæfileikar hennar voru auðvitað sínum tak-
rnörkunum háðir. Það vissi hún bezt sjálf. En aldrei vissi ég
annað en að hún færi hreinum höndum um það mál, sem
henni var helgur dómur.
Þvi minnast hennar vinir með virðingu og biðja henni
fararheilla úr fjötrunum og út í frelsið.
Jón Auðuns.