Morgunn - 01.06.1968, Qupperneq 48
42
MORGUNN
megin. En hvað hann hefur skýr og falleg augu, þau eru
gráleit eða gráblá, svo einstaklega góðleg og skýr. Hann
hefur oft talað við þig um það, sem hann hefur lesið í bók-
um, tímaritum eða blöðum, og þá helzt um það, sem honum
þótti máli skipta, eða honum virtist örðugt að skilja eða
geta verið vafasamt, því að hann gleypti aldrei við neinu
gagnrýnilaust. Hann myndaði sér ævinlega sjálfstæðar
skoðanir á því efni, er hann las um eða heyrði talað um.
Hann gerði sínar athugasemdir og ályktanir og sagði sínar
skoðanir með einurð og festu. Hann var einkar rökfastur
í skoðunum sínum og ályktunum, og gáfur hans voru fjöl-
hæfar og skýrar. Hann fylgdist vel með öllu, sem var að
gerast. Skoðanir sínar varði hann með einurð og festu, en
lagði jafnan kapp á það að vera sannleikans megin og
beygði sig ævinlega fyrir þeim rökum, er honum þóttu rétt-
ari vera. Hann hugsaði allt vandlega, var gætinn í orðum
og athöfnum“.
Ég þekkti þennan pilt nokkuð náið, ekki aðeins sem nem-
anda, ég var stundum langdvölum á heimili hans, en mér
væri ómögulegt að gefa sannari né réttorðari lýsingu á
skapgerð hans og sálarlífi, en Jakob gerir hér.
,,Ég sé hann við borð“, hélt Jakob áfram. „Hann er að
hugsa um eitthvað, þá færist stundum yfir hann mildur og
draumlyndur blær. Þá fór hann einatt með fingurna gegn-
um hárið á sér, sem virðist mikið og þétt, en það er eitthvað
svo skrítið og einkennilegt við það, veit ekki hvernig ég á að
koma orðum að því, sko, æ, nei, þið sjáið hann ekki, en mér
finnst svo mikið loft eða líf í því, skiljið þið, hvað ég á við?
En af þessum ástæðum var það dálítið óþekkt við hann og
féll stundum niður á ennið hægra megin“. Skal aðeins taka
það fram, að þetta er rétt.
,,Nú sé ég út á sjó“, hélt Jakob áfram. ,,Ég sé ekki út á
opið haf; þetta er fjörður, sé bara hluta af honum, hann
sýnist vera langur og allbreiður, en ég sé ekki út í mynnið
á honum. Hann hugsaði um hafið. Hann hafði gaman af því,
er hann var ungur, ja — hann er nú að vísu ekki gamall að