Morgunn - 01.06.1968, Qupperneq 55
M O R G U N N
49
skemmt sér við eitt og annað. Það hefur hringsnúizt þarna,
sko, dansað þar, og þá hefur verið spilað á þetta, sem er
dregið sundur og saman, æ, ég man ekki, hvað það heitir,
sko, þetta, sem spilað er á, þegar verið er að dansa, þú skil-
ur, ihvað ég á við.
Þú hefur líka stundum komið þarna, þú hefur gert þar
eitthvað, þú hefur víst talað þarna, stundum hefur þú haft
eitthvað skrifað með þér þangað, og fólkið syngur þarna.
En, biðum við. Söng það nokkurn tíma sálma þarna?“ ,,Já,
stundum kom það fyrir“, mælti ég. ,,En mér þótti það bara
svo óskiljanlegt", mælti Jakob. „Þetta hús líkist þó ekki
neinni kirkju“.
Jakob flutti nú nokkur fleiri skilaboð frá honum, og við
skiptumst á nokkrum orðum fyrir milligöngu hans, en þar
sem flest af þvi snerti mig aðeins persónulega, og aðra hans
uánustu, hirði ég ekki um að skýra nánar frá því. Flest af
Því, sem við ræddum um þá stund, hefur aðeins sérstakt
sannanagildi fyrir hlutaðeigendur, sumt að vísu engu lak-
ara en það, sem er almennara eðlis, en margt af því er þess
eðlis, að hlutaðeigendur vilja eiga það einir.
1 sambandi við þennan fund og endurminningar þær, er
þar eru dregnar fram af þeim, er kveðst vera þar að verki,
skal ég taka þetta fram: Lýsing Jakobs á staðháttum, um-
hverfi og landslagi og öðru, sem ég hef nýlokið við að segja
ykkur frá, er hárnákvæm og sönn í öllum atriðum, og ég
held, að ekki væri unnt að gefa hana sannari eða réttari en
Jakob gerir. Ungmennafélag starfaði í hreppnum, og tók
hann mjög virkan þátt i starfsemi þess. 1 sambandi við þann
fálagsskap lýsir Jakob húsi. Það hús, er hann lýsir, hafði
Ungmennafélagið látið byggja fyrir starfsemi sína. Þetta
hús var notað fyrir allar samkomur í hreppnum, og stund-
um hélt ég þar guðsþjónustur, meðan ég gegndi prestsstörf-
um fyrir fríkirkjusöfnuðinn i Reyðarfirði.
Ég kem þá að aðalatriðinu, lýsingu Jakobs á stúlku þeirri,
er hann segir, að þessi maður sýni sér. Eins og þið munið,
vefengdi ég það nokkuð ákveðið á fundinum, að þetta til-