Morgunn - 01.06.1968, Page 57
MORGUNN
51
atriði sem þessi, verði nokkuð þung á metunum í vitund
þeirra, sem hugsa um eilífðarmálin af alvöru og sanngirni.
Ymis fleiri atriði hefur hann dregið fram í sannanaskyni
fyrir framhaldslífi sínu, en ég læt þetta nægja að sinni.
Flestum þeim, er koma á sambandsfund, verður það senni-
lega nokkuð minnisstætt, með hversu miklum fögnuði og
feginleik undanförnu vinirnir koma til móts við viðstadda
eftirlifandi ástvini sína. Endurfundastundin virðist ekki síð-
Ur vera hinum förnu uppfylling helgustu vona sinna og
t>ráa en þeim, sem eftir lifa. Fögnuði hans og feginleik, er
hann fyrir skömmu síðan átti þess kost að ávarpa föður
sinn, er naumast unnt að lýsa, en jafnframt notaði hann
einnig tækifærið til að bæta við nýjum og ágætum sannana-
atriðum. Og þó að honum heppnaðist ekki að uppfylla
draumavonir sínar um það að verða foreldrum sínum til
anægju og yndis á þann hátt, sem hann hafði dreymt um
jarðvistarárin, þá hefur honum heppnazt að hljóta uppfyll-
>ngu vona sinna með því að geta ennþá borið ljós og yl heim
1 gamla bæinn til foreldra sinna; og ég veit, að það ljós verð-
Ur ekki frá þeim tekið.
L