Morgunn - 01.06.1968, Síða 64
Sveinn Víkingur:
Þættir af fjarskyggnu fólki
og forvitru
☆
VI. HLUTI
SNJÓLFUR J. AUSTMANN
Hann mun verið hafa ættaður af Austurlandi og fæddur
um 1860, en fór til Ameríku nálægt 1890, settist þar að og
tók sér nafnið Austmann. Hann var draumspakur þegar frá
æsku, virðist enda hafa beinlínis farið úr líkamanum í svefni
á stundum. Árið 1915 kom út í Winnipeg kver með frásögn-
um um reynslu hans, er nefndist: Sögur af ýmsu tagi.
Skulu hér birtar nokkrar af frásögnum Snjólfs.
Sér í svefni tapaðar kindur.
Snjólfur ólst upp með móður sinni á Beruf jarðarströnd, og
var hún ekkja. Þegar hann var þrettán ára, gerði aftaka
hríðarveður fyrri hluta vetrar. Fé móður hans náðist í hús
nema tvær kindur, veturgömul ær og lamb, og var óttazt
um, að þær hefðu farizt í veðrinu eða lent í fönn.
Litlu seinna dreymir Snjólf, að hann þykist vera staddur
í svonefndu Hólsnesi og vera þar að svipast að kindunum,
sem horfið höfðu. Sér hann þær í torfunum vestan við
Núpsdalinn og eru þær að krafsa snjóinn. Veit hann þegar
og þykist raunar glögglega sjá líkt og stæði hann fast hjá
þeim, að þetta eru kindur móður hans. Er þó svo langur
vegur þangað úr Hólsnesinu, að engin leið hefði verið að
sjá þær svo glöggt í vöku.
Um morguninn sagði hann móður sinni drauminn. Hún
var sjálf kona draumspök, kvað þetta vel geta verið rétt-