Morgunn - 01.06.1968, Side 68
62
MORGUNN
koddar hefðu verið í rekkjunni, og hann hvilt á þeim, sem
norðar var og nær glugganum.
Kona Ásmundar sagði, að allt væri þetta rétt og ómögu-
legt að lýsa því betur en ég hefði gert. Var mér síðan boðið
að koma upp á loftið. Allt var þar eins og ég hafði séð í
svefninum, nema nú var Ásmundur ekki liggjandi í rúminu,
heldur stóð feitur og rjóður við hliðina á mér og orðinn jafn-
góður af blóðtapinu“.
ÝMSAR FRÁSAGNIR
Eftirfarandi sögur eru teknar úr sagnasafninu Að Vestan,
er Árni Bjarnarson hefur safnað og gefið var út á Akureyri
1949—1955. Orðalagi er sums staðar lítið eitt breytt, en
efni óraskað.
Tóbakspontan.
Gunnar hét maður Árnason, talinn merkur og sannorður.
— Hann fluttist vestur um haf og átti um skeið heima í
Winnipeg.
Áður en hann fór vestur var hann vinnumaður einhver
ár hjá Þórði Þorsteinssyni að Leirá í Borgarfirði. Eitt sinn
kom það fyrir, að bóndi tapaði tóbakspontu sinni, sem hann
hafði miklar mætur á. Var hún gerð úr rostungstönn og vel
búin. Hennar var leitað bæði úti og inni, en allt kom fyrir
ekki.
Þá er það eina nótt, að Gunnar dreymir að hann sé kom-
inn þar út í lambhús og sér pontuna liggja þar í heyrusli
innst á krónni, hægra megin, þegar gengið var inn í húsið.
Sagði hann Þórði bónda drauminn um morguninn. Fór hann
þegar og fann hinn dýrmæta grip í krónni, þar sem Gunnar
hafði i draumnum séð hana liggja.
Brjóstnæla Sigurðar.
Árið 1903 fluttist til Vesturheims með fjölskyldu sína
Jónas Stephensen, er um skeið var verzlunarmaður í Seyð-
isfirði, og kona hans Margrét Stefánsdóttir, Björnssonar,