Morgunn - 01.06.1968, Síða 70
64
MORGUNN
ar vöflur, og kvaðst hann ekki muna öldungis fyrir víst,
hvar hann hefði fengið hana.
Skarst þá gestgjafinn í málið, og kvað samlanda sínum
hollast að skila nælunni, því hann kvaðst þekkja Sigurð að
drengskap og ráðvendni. Varð sá endir á, að Italinn skilaði
nælunni. Varð Sigurður harla feginn og gætti nælunnar
vandlega upp frá þessu.
Draumur Péturs.
Vestur-lslendingur að nafni Pétur Sigurjónsson segir
svo frá:
„Árið 1903 dreymdi mig, að ég þóttist vera kominn heim
til Islands í stórt þorp, og vissi ég í svefninum, að þetta var
Reykjavík. Þóttist ég ganga eftir götu, sem lá í vesturátt,
unz ég kom að litlu húsi, úr steinsteypu. Voru tveir gluggar
á stafni þeim, er vissi að götunni, en engar dyr að framan,
eins og þó er algengt í Winnipeg. Ég gekk því aftur fyrir
húsið og drap þar á dyr. Kom út öldruð kona með prjóna-
þríhyrnu á herðum.
Spurði ég hana að heiti, og kvaðst hún heita Valgerður.
Spyr ég þá, hvort hún eigi dóttur, sem heiti Halldóra, og
kvað hún já við því. Bað ég hana að skila til hennar, að ég
vildi finna hana. En hún brást þá reið við, skellti í lás hurð-
inni við nefið á mér, og skildi þar með okkur. Þóttist ég þá
ganga til baka sömu leið, og var draumurinn ekki lengri.
Fáum árum síðar kynntist ég í Winnipeg stúlku, er Hall-
dóra hét, og var úr Reykjavik. Felldum við hugi saman og
giftumst árið 1906.
Næsta vor, eða snemma sumars 1907 fór kona mín heim
til Reykjavíkur og ég skömmu síðar. Þekkti ég þegar stað-
inn, og sá, að ég var staddur í sama þorpinu og í draumnum
fyrir fjórum árum. Ég gekk vestur sömu götuna, kom að
hinu sama húsi og drap þar á dyr. Og út kom sama konan
og ég hafði séð í draumnum. Ég spurði hana að heiti, og
kvaðst hún heita Valgerður. Spurði ég hana þá, hvort hún
væri kona Magnúsar Jónssonar og hvort dóttir þeirra héti