Morgunn - 01.06.1968, Síða 72
66
MORGUNN
með þau heim á leið. En ekki hafði hann langt farið, þegar
sá grábotnótti festi annan afturfótinn á milli steina, og
brotnaði leggurinn fyrir neðan konungsnefið. Varð hann
eftir það að bera hann mestalla leiðina heim. Var hann að
vonum allhróðugur, og sagði við bræður sína, að óþarft
hefði verið að hlæja að sér fyrir drauminn.
Nokkru seinna, er Páll var vinnumaður hjá Þorsteini
Jónssyni í Höfðahúsum, vantaði þar hvíta á kollótta, er
komin var að burði, en einhver þóttist þó hafa séð hana úti
á Sléttuströnd. Fór Páll snemma morguns að leita hennar,
en fann ekki. Áliðið var orðið dags og Páll bæði þreyttur og
svangur. Ákvað hann þá að ganga út Eyrarrák og heim að
bænum Eyri. En í rákinni sækir á hann svo mikill svefn, að
hann fær ekki við ráðið og sofnar á víðavangi. Þykir hon-
um þá koma til sín ókunnugur maður og segja: „Þú leitar
langt yfir skammt, því þarna er hún Kolla þín“. Þykist þá
Páll líta upp og sér þegar rolluna og hjá henni tvö lömb,
grátt og hvítt.
Við þetta vaknar Páll, en man drauminn. Verður þetta til
þess, að hann hættir við að fara að Eyri, en gengur í þess
stað upp á Breiðahjalla og inn eftir hjallanum. Sér hann þá
Kollu í dæld einni. Var hún þar borin og hafði átt tvö lömb,
grátt og hvítt. Voru þau vel gangfær og orðin nokkuð stálp-
uð. Rak hann síðan Kollu heim, en gat ekki annað en undr-
azt drauminn.
Danski pilturinn.
Páll réðst vinnumaður að Litlu-Breiðuvík til Valgerðar,
er síðar varð kona hans, en þá var hún nýorðin ekkja eftir
Vigfús bróður hans. Þar var og á heimili Guðrún systir Páls.
Þetta sumar hafði Valgerður lánað Tuliniusi kaupmanni
á Eskifirði tvo hesta til að fara í Hallormsstaðaskóg. Þetta
mun hafa verið á laugardegi. Þegar Páll kom af engjum
þetta kvöld, hallaði hann sér upp í rúm þar frammi í stof-
unni, en yfir henni var loftherbergi, er einkum mun hafa