Morgunn - 01.06.1968, Qupperneq 84
78
MORGUNN
kynning leiddi til þess, að hann varð sannfærður um fram-
hald lífsins og um sambandið á milli okkar hér og þeirra,
sem famir eru, en þó eru okkur harla nálægir.
Hann talar heldur engan veginn um þessi mál út í bláinn,
heldur af langri, persónulegri reynslu. Sjálfur hefur hann
verið gæddur dulrænum hæfileikum allt frá bernsku. Hvað
eftir annað hefur hann orðið fyrir margvíslegum vitrunum
og farið eftir þeim góðu heilli, eins og frásögur hans í þess-
ari bók bera ljóst vitni um. Sú reynsla hans, samfara kynn-
um hans af mörgum miðlum um dagana, hefur sannfært
hann, ekki aðeins um tilveru ósýnilegs heims, heldur einnig
um raunverulegt samband við þá, sem látnir eru. Þetta er
honum ekki lengur trúaratriði, heldur raunveruleg sann-
færing og vissa. Þess vegna segir hann um spíritismann á
þessa leið:
„Sumir halda því fram, að spíritisminn sé trúarbrögð. Ég
held, að þetta sé ekki rétt orðað. Hins vegar mætti segja, að
leit spíritistanna sé uppfylling þess, sem ekki fæst í trúar-
brögðunum. Flest trúarbrögð gera að vísu ráð fyrir öðru lífi,
eða gefa fyrirheit um annað líf, en þau hliðra sér hjá því í
flestum tilfellum að ræða þetta af nokkru raunsæi. Það er
allt þoku hulið um framhaldslífið, þó að kennt sé um það.
Þarna kemur spíritisminn til sögunnar og veitir mjög raun-
veruleg svör við spurningunum um lífið eftir dauðann. Þess-
ar staðreyndir hafa laðað mig að spíritismanum.“
Síðari hluti bókarinnar nefnist: Af starfsvettvangi. Hann
f jallar um allt önnur efni, og á að mínu viti ekki heima í bók-
inni, enda ekki í neinum beinum tengslum við megin efni
hennar.
Dulræn
reynsla mín
Hér segir skáldkonan Elinborg Lárusdóttir
frá ýmsum dulrænum atvikum, sem hún sjálf
hefur orðið fyrir. Áður hefur hún ritað margt
um þessi efni, sem fengur hefur verið í, þó ekki verði það
rakið hér. Margar frásögurnar eru í senn fagrar og eftir-
tektarverðar, og vil ég eindregið ráða mönnum til að lesa
þær. 1 því sambandi vil ég sérstaklega benda á frásögn frú-