Morgunn - 01.06.1968, Side 85
MORGUNN
79
arinnar um vitrun hennar varðandi blómin, er hún var stödd
1 Kaupmannahöfn fyrir fáum árum. Sú frásögn er í senn
hugljúf og merkileg.
Það hefði vissulega verið freistandi að skrifa ítarlega um
þessa bók, því þar kennir margra og að mörgu leyti merki-
legra grasa. Af því getur þó ekki orðið að þessu sinni, enda
er frú Elinborg svo kunn fyrir hinar mörgu bækur sínar, að
oþarft er að rita þar um langt mál. Þessi bók mun áreiðan-
lega verða keypt og lesin af þeim mörgu, sem áhuga hafa á
dulrænum efnum.
•* Mer hefur bonzt skyrsla um starf-
^alarrannsoknafelagið . ,,
I Hafnarfirði semi Salarrannsoknafelagsms í
Hafnarfirði frá stofnun þess á síð-
astliðnu voru. Þar segir meðal annars:
.,Á síðastliðnu voru var stofnað Sálarrannsóknafélag í
Hafnarfirði. Stofnfundur var haldinn 25. maí og endanlega
gengið frá stofnun félagsins 15. júní. Stofnfélagar voru 143.
Fundastarfsemi lá niðri yfir sumarmánuðina, en fundir
hófust aftur í október og hafa verið haldnir einu sinni í mán-
uði í vetur. Þeir eru mjög fjölsóttir og mikill áhugi ríkjandi
um félagsstarfið, enda eru félagar nú rúmlega 450 að tölu,
víðsvegar af landinu.
Á hverjum fundi hafa verið flutt fræðsluerindi, og voru
rseðumenn félagsins frá stofnun þess til ársloka 1967 þessir:
Séra Sveinn Víkingur, Jónas Þorbergsson fyrrv. útvarps-
stjóri, Grétar Fells, frú Elinborg Lárusdóttir og frú Aðal-
björg Sigurðardóttir.
Auk þess var flutt tónlist á hverjum fundi.
Þann 6. júní síðastliðinn gekkst félagið fyrir fræðslufundi,
sem enski miðillinn Mr. Hambling annaðist. Hann var þá
hér á ferð, og er kunnur víða um lönd vegna miðilsstarfs
síns. Var sá fundur mjög vel sóttur.
Hafsteinn Björnsson hefur einnig gefið félagsfólki kost á
miðilsfundum og mun gera það framvegis.
Áuk þess hélt hann nýlega tvo skyggnilýsingafundi fyrir
félagið.