Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Page 19

Morgunn - 01.06.1994, Page 19
Eftir nokkra stund sagði geðlæknirinn við mig, ,,Þú ert mjög þögull“. „Umm“ svaraði ég. Hann spurði mig nokkurra spuminga um hvað ég væri að læra í háskólanum til að reyna að opna mig. Ég svaraði stuttaralega og vildi ekki opna mig. Loks sagði hann:„Geri ég þig eitthvað óstyrkan?“ „Smávegis“ svaraði ég. Og svo sagði ég honum frá ótta mínum við að hann gæti sálgreint mig út frá orðum mínum. Þá hló hann. „'Ég er í fríi,“ sagði hann. „Maður lærir að slökkva á þessu. En þetta nægði mér ekki og ég býst við að hann hafi vitað það þvx hann bætti við að geðlækningar væru eiginlega ekki svo magnaðar eins og ég héldi. Ef ég vildi ekki að hann kæmist að einhverju, þá væri afar ólíklegt að hann kæmist að því í stuttu samtali yfir kvöldverðarborðinu. Þá slakaði ég svolítið á og á endanum áttum við hinar ánægjulegastu samræður. En ég minntist ennþá óttans sem ég hafði fundið fyrir við kraft annars manns og ógnina af hinum ókönnuðu sálar- fylgsnum. Hver veit hvað gat leynst þar? Best að gá ekki. Best að leyfa heldur ekki neinum öðrum að gá. Það gæti þýtt verulegt áfall fyrir mig. Ottinn var mér ekki vandamál lengur og í London sótti ég miðilsfundina af kappi. Með tímanum fór ég að taka eftir mynstri í hvernig þeir unnu. Til dæmis höfðu miðlamir tilhneigingu til að fara í hring utanum hlutina. Líkt og blindur maður þreifar á styttu allann hringinn í kring til þess að íæyna að finna út af hverju styttan er. Þeir fengu smá hluta hér og þar og þeir höfðu tilhneigingu til að endurtaka sig. Alveg eins og þeir væru að fara hring eftir hring í kringum hlutinn til að átta sig betur á því sem þeir væru að skynja. 17

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.