Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Page 32

Morgunn - 01.06.1994, Page 32
MORGUNN aðstoðaði við kristilegt bama- og unglingastarf í borginni. Þar kynntist hann Kristilegu stúdentahreyfmgunni og starfi Heima- trúboðsins í Kaupmannahöfn. Hann tók virkan þátt í bamastarfi Heimatrúboðsins og til em ávörp og predikanir á dönsku sem hann flutti við bamaguðsþjónustur. Þær em allar í anda guðfræði danska heimatrúboðsins, enda hafði Haraldur bréf upp á það að hann væri viðurkenndur sem aðstoðarmaður og predikari við samkomur KFUM í Kaupmannahöfn. Átökin út afKFUM Einn af þeim sem hann komst í náin kynni við var Olferd Ricard sem varð einn aðalleiðtogi KFUM í Kaupmannahöfn og áhrifamaður í dönsku kirkjulífi á fyrri hluta 20.aldarinnar. Olferd Ricard og Haraldur áttu sameiginlegan vin þar sem Friðrik Friðriksson var, en hann stundaði þá nám í læknisfræði við Hafnarháskóla. Friðrik og Haraldur vom mjög nánir vinir og leitaði Friðrik einkum eftir sálufélagi við Harald í trúarefnum á Kaupmannahafnarámnum þeirra. Þegar Friðrik tók að skipuleggja starf KFUM í Reykjavík rétt fyrir aldamótin leitaði hann gjaman til Haralds með bamaguðsþjónustur og fékk hann til að vera í fyrstu stjóm félagsins sem skipuð var árið 1902. Formaður fyrstu stjórnar KFUM var Jón Helgason prestaskólakennari og náinn vinur og félagi Haralds. Á þessum ámm áttu þeir samleið í guðfræðilegum efnum og þegar Jón Helgason fór að kynna sögulegar rannsóknir á textum Gamla testamentisins og sjónarmið frjálslyndu guðfræðinnar átti hann Harald að nánum samherja. í þessari fyrstu stjóm KFUM var einnig Knud Zimsen síðar borgarstjóri en hann var einn fárra íslenskra stúdenta sem hafði laðast að starfí Heimatrúboðsins í Kaupmannahöfn. Olferd Ricard og Haraldi varð vel til vina og var hann Haraldi 30

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.