Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Side 59

Morgunn - 01.06.1994, Side 59
MORGUNN sem hafa mikið af karlorku og markmið þeirra væri að læra í gegnum þær aðstæður sem skapast við þetta. Það er oft hægt að skynja orkuhlutföllin í einstaklingi með því einu að horfa á hann. Karlmenn sem virka mjög kvenlegir hafa oft mikið af kvenorku. Á sama hátt hafa konur sem hafa karlmannlegt yfirbragð oft mikið af karlorku. Þetta getur haft áhrif á val kynlífsfélaga. Það leiðir til karmískari aðstæðna að vera karlmaður með mikla kvenorku og má segja að þama hefði verið þægilegra fyrir einstaklinginn að vera líka kvenkyns. Konungur sem hefur mikla karlorku í sér gœti kosið fremur að vera i karlmannslíkama, í fyrstu jarð- vjstum sínum og geymt kvenlíkamann par til síðar. A sama hátt gœti konungur sem hefði mikla kven- orku kosið að vera kona í byrjun en karhnaður siðar. Það er ekki til neitt rétt hlutfall þess að vera kvenkyns eða karlkyns. Þetta er alfarið háð vali hvers og eins. Ein sál getur fundið sig í jafnvægi með því að verja 80% lífa sinna í karl- mannslíkama og 20% sem kona en öðrum liðið betur með að skipta jarðvistunum jafnt á milli kynjanna í þessum skilningi. Sálnaaldur og lífín sem karl/kona Ungbarnsskeiðið Þetta skeið snýst að miklu leyti um það að komast af og sköpun karma er hér umtalsverð. Þess vegna er tilhneiging til að vera oftar karlkyns en kvenkyns á þessu skeiði, hvað svo sem orkuhlutföllum einstaklingsins líður. Karlmannslíkaminn gerir auðveldara fyrir um að læra lexíur sem tengjast því að lifa af. Lærist hins vegar fleiri lexíur í kvenlíkama á þessu skeiði verður að bæta missi afkomulexíanna upp, á síðari skeiðum. Einnig gæti síðar orðið meira um sjálfseyði- 57

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.