Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Side 64

Morgunn - 01.06.1994, Side 64
MORGUNN Reglubundin skeið kvenna Konur ganga hins vegar aðeins í gegnum tvö skeið sem taka í sífellu við hvort af öðru og standa yfrr í tvær vikur hvort. Þessi tímabil eru eins og tímabil karlmannanna í samsvörun við það sem fram fer í líkamanum. Skeið kvenna eru: 1. Innblástursskeið, 2. Tilfinningaskeið. Á innblástursskeiðinu búa konur sig undir, upplifa og fjarlægjast egglos. Þær hafa víðari yfirsýn, upplifa fleiri víddir, sofa minna, eru virkari kynferðislega og koma meiru í verk af hlutbundnum viðfangsefnum. Á tilfinningaskeiðinu búa konur sig undir, upplifa og fjarlægjast aftur blæðingar. Þær sofa meira, eru niðurdregnar og viðkvæmar, koma færri hlutum í verk og beina sjónum sínum meira en annars að innri líðan sinni. Vegna þess að þessi skeið karla og kvenna eru, ef svo má að orði komast, háð sitt hvoru skipulaginu eða dagskránni (þ.e. skeið karla eru átján dagar og þrjú talsins; skeið kvenna tvö og fjórtán dagar hvort) þá eru þau aldrei samhliða. Þar af leiðir að karlmenn munu upplifa bæði skeið kvenna á hverju hinna þriggja skeiða sinna og konur upplifa karlana á hverju þeirra þriggja skeiða á báðum sínum. Þetta hefur í för með sér litríkt og heillandi mynstur tilfinningalegra þátta og auðveldar bæði sköpun og lúkningu karma. Hafið í huga að efnislegi heim- urinn er í stöðugu ójafnvægi og leitar jafnvægis. Þessi skeið karla og kvenna endurspegla hina sífelldu spennu alheimsins. Tíðni Tíðni er annað mikilvægt einkenni hvers sálkjama. Hún ákvarðast ekki af hlutföllum karl- og kvenorkunnar í ein- staklingnum og stendur ekki í neinu sambandi við það hvort sálin dvelst í karl- eða kvenlíkama. Tíðnin er óháð, aðskilin og alveg sér fyrirbæri. En hvað er hún þá eiginlega? Sagt á einfaldan hátt, þá er tíðni sérstök hlutföll titrings sem einkennir sálkjamann. Þessi tíðni staðfestir sig í gegnum 62

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.