Morgunn - 01.06.1994, Blaðsíða 42
MORGUNN
en þar dvaldi hún þegar hún leitaði sér lækninga sumarið 1904 og
naut mikils ástríkis af hálfu þeirra hjóna Eiríks og Sigríðar frænku
sinnar, en þau hjón vom bamlaus og önnuðust þau Bergljótu eins
og hún væri þeirra eigin dóttir. Bergljót hafði sem bam dvalið hjá
þeim hjónum í Cambridge og vom miklir kærleikar með henni og
þeim hjónum.
Haraldur hafði kynnst Berljótu flótlega eftir heimkomuna frá
Kaupmannahöfn. Af bréfunum sem til em má sjá að þar hefur
orðið gagnkvæm ást við fyrstu sýn. Trúlofun sína gerðu þau
opinbera haustið 1897 og streymdu til þeirra hamingjuóskir, enda
fögnuðu fjölskyldur beggja þessum ráðahag. Meistari Eiríkur í
Cambrigde fagnaði fréttunum ákaft þótt hann þekkti Harald þá
ekki persónulega. En af afspum hafði hann mikið af mannkostum
Haralds að segja. Hann skrifaði svila sínum föður Bergljótar, séra
Sigurði Gunnarssyni í Stykkishólmi, og sagðist vita það frá þeim
sem til þekktu að maðurinn væri góðum gáfum gæddur og góður
námsmaður og hefði borið af löndum sínum sem stunduðu nám í
Kaupmannahöfn lyrir siðprýði og spáði hann því að Haraldur yrði
biskup.
Framtíðin blasti við þessum ungu elskendum og þau gengu í
hjónaband þegar Haraldur kom heim frá framhaldsnámi sumarið
1900. En skugga bar þó á framtíð þeirra sem brátt varð að þungu
fargi fyrir þau bæði og heimilislíf þeirra, en það voru veikindi
Bergljótar sem þegar fór að bera á nokkru eftir að hún kynntist
Haraldi. Sjúkdómurinn var þá óþekktur hrömunarsjúkdómur sem
læknar gátu ekki greint og læknisaðgerðir komu því að litlu gagni
og gerðu aðgerðir þeirra stundum illt verra. Sumarið 1904 dvaldi
hún á sjúkrahúsi í London eins og áður segir en læknisaðgerðin þar
gaf engan varanlegan bata. Að lokum dró þessi sjúkdómur hana til
dauða löngu fyrir aldur fram árið 1915. Átakanlegt er að lesa
lýsingar þeirra ástvinanna á baráttunni við sjúkdóminn þar sem oft
mátti merkja von um bata sem brást. Samlíf þeirra var þó ekki ein
samfeld sjúkrasaga, því Bergljót var við sæmilega heilsu framanaf
og ól manni sínum fimm böm.
40