Morgunn - 01.06.1994, Blaðsíða 18
MORGUNN
Þegar ég kom út af næsta fundi sá ég að hann var kominn út í
bílinn á undan mér. Hann var fölur og óttasleginn að sjá.
„Veistu hvað náunginn sagði við mig?“
„Nei. Hvað?“
En John sagði mér það ekki. „Hvernig vita þeir alla þessa
hluti?“
Hvaða hluti?“
„O, ég trúði því varla hvemig hann gat vitað þetta allt. Ég
fékk hroll um mig allann.“.
„Hvað sagði hann eiginlega, John?“
„Já ég get svo sem sagt þér það að mér stóð sko ekki á
sama. Ég fer sko aldrei aftur þangað, það get ég sko sagt þér.
Hann vildi bara tala um hvemig hann brást við þessari
reynslu en ekki það sem átti sér í raun og veru stað.
„Ég skil ekki hvers vegna þér líkar við þetta“ sagði hann
svo seinna.
„Ég skil ekki afhverju þér líkar það ekki“ sagði ég.
Ég skildi ekki viðbrögð hans. Ég hefði skilið efasemdir eða
áhugaleysi. En hræðslu?
Nokkrum dögum síðar gaf hann mér vísbendingu. Við
vorum á leið út í upptökusalinn og þá segir hann: „Ef ég á að
segja eins og er þá kæri ég mig ekki um að vita það mikið um
sjálfan mig. Og ég kæri mig ekki um að einhver annar viti það.“
Svo þetta var það sem hann óttaðist. Það var óttinn við að
verða sýnilegur. Óttinn við innrás inn í einkalífið. Óttinn við
að leyndarmál eða veikleikar verði opinberaðir og óttinn við
hvað framtíðin ber í skauti sér.
/ /
Eg gat skilið það. Eg minntist þess þegar ég hitti geðlækni í
fyrsta sinn. Hann var faðir stelpu sem ég þekkti á háskóla-
árunum og ég sat við hliðina á honum við matarborðið. Ég
vildi ekki opna munninn allt kvöldið, því ég hugsaði sem svo,
að ef ég segði eitthvað, þá myndi hann sjá strax í gegnum mig.
Hann myndi þá sjá að ég væri grunnur, kynóður og djúpt
ruglaður ungur maður. Þess vegna opnaði ég ekki munninn.
16