Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Page 34

Morgunn - 01.06.1994, Page 34
og þess vegna hlyti félagið að heyra undir stjóm dönsku æskulýðssamtakanna. Eftir nokkrar bréfaskriftir við Olferd og samráð við Jón Helgason sættist Haraldur á það að gefa ekki kost á sér til næsta stjómarkjörs KFUM og létu menn sér það vel lynda á æðstu stöðum í Danska heimatrúboðinu. Eftir þessa orrahríð fannst Haraldi ekki mikið að sækja í andlegum efnum til Danmerkur. Hann var eindreginn stuðningsmaður Bjöms Jónssonar sem var andstæðingur Heimastjómarinnar sem á þessum tíma var sökuð um að gefa eftir í sjálfstæðisbaráttunni við Dani. Sú alda þjóðemishyggju sem reis um þessar mundir átti einmitt eftir að færa Bjöm Jónsson upp í ráðherrastólinn. Þetta ásamt öðm beindi huga Haralds meira að því sem var að gerast í trúar- og kirkjulífí Englendinga, enda var hann í nánum tengslum við England vegna vinnu sinnar við Biblíuþýðinguna. Trúar- og kirkjulífí Reykjavík um aldamótin Þegar Haraldur kom heim frá námi vorið 1897 tók hann af fullum krafti þátt í því samfélagi guðfræðinga í Reykjavík sem létu trúar- og kirkjumál mest til sín taka. Þar fór fremstur í flokki Jón Helgason sem áður er nefndur og Friðrik Friðriksson bættist einnig í þennan hóp þegar hann kom frá Kaupmannahöfn sama ár. Þá hafði hann gefið læknisfræðina upp á bátinn og snúið sér að námi í Prestaskólanum í Reykjavík og kristilegu æskulýðsstarfi. Þessir ungu menn höfðu brennandi áhuga á því að efla kristna trú og kirkjurækni með löndum sínum og vildu af heilum hug verja kristindóminn gegn gagnrýni og árásum sem þá var farið að bera meira á en áður, ekki síst af hálfu menntamanna sem höfðu stundað nám í Kaupmannahöfn. Arið 1897 kom út ljóðabók Þorsteins Erlingssonar, Þymar, og þar voru ljóð sem fjölluðu á mjög neikvæðan og gagnrýninn hátt / •• um kristindóminn og ekki síður kirkjuna. I kvæðinu Orlög 32 J

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.