Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Page 44

Morgunn - 01.06.1994, Page 44
MORGUNN frásagnir biblíunnar, sem ég veit nú að em sannar.“ 9 Um trúarástand sitt á þessum tíma segir hann í öðm samhengi: „Ég tók að skilja efasemdamennina. Mjer fanst von, að þeir sýndu kirkjukenningunum tortryggni. Mér duldist ekki lengur, að hjá sumum þeirra var efinn beinlínis sprottinn af samviskusemi, þrá eítir raunvemleik og ást á sannleikanum.l0“ Meðal þeirra efasemdamanna sem Haraldur skildi svo vel var Þorsteinn Erlingsson sem hann deildi sem mest á áður. Þeim virðist hafa orðið vel til vina eftir orrahríðina um Þyma. Yfir líkkistu Þorsteins lýsti Haraldur því hvemig trúarafstaða hans sjálfs heföi smám saman breyst frá því er hann skrifaði áðumefndan ritdóm. En þegar ort er í slíkum móð [sem Þorsteinn gerði], verður margt einhliða, og oss, sem kirkjunni unnum fanst ýmislegt ósanngjamt, sem hann sagði. En vér vomm líka aldir upp við mjög einhliða hugsunarhátt; oss haföi verið kent að telja kenningar kirkjunnar helga eign mannanna, og vér höfðum eigi verið vandir við hugsunarfrelsið, og gagnrýnihuginn, heldur á hitt, að beyja skynsemina til hlýðni við trúna. Hefir ekki kirkjan tíðast haldið því fram,að hún ætti trúarsannindin svo fullkomin, sem oss væri ætlað að eignast þau á þessari jörð. En eftir því sem árin liðu, kom mikil breyting á hugsunarhátt ýmissa manna innan kirkjunnar. Nú höfum vér margir lært það, sumir fýrir sárt hugarstríð, að ýmislegt í kenning kirkjunnar stendur engan veginn á svo föstum fótum, sem haldið var að oss. Þegar Einar Hjörleifsson vinur Haralds sagði honum frá yfimáttúmlegum fyrirbærum sem fram komu á miðilsfundunum sem hann hélt haustið 1904 og bauð honum að vera viðstöddum tilraunir sem bentu til þess að hægt væri að ná samband við framliðið fólk, vakti það athygli Haralds og hann þáði boðið. Hann varð að vísu ekkert sérstaklega hrifinn af þessari starfsemi og sannfærðist ekki við fyrstu kynni sín af henni, en brátt fóm að 42 i

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.