Útvarpstíðindi - 08.03.1943, Side 3
Olafur Jóh, Sígurdsson
RITHÖFUNDUR
les 24. niars upp nýja smásögu
er hann nefnir „Musteri Salómons"
Ólafur Jóhann Sigurðsson getur
bráðum haldið hátíðlegt tíu ára rit-
höfundarafmæli sitt og hefur þó ekki
enn fyllt aldarfjórðung að áratölu.
Ólafur er bóndasonur frá Torfa-
stöðum í Grafningi, og Ingólfsfjall og
Álftavatn höfðu þau áhrif á hann í
barnæsku, að hann tók sig 'upp 14 ára
að aldri og hélt með áætlunarbílnum
til Reykjavíkur, staðráðinn í því að
verða rithöfundur.
En það er ekki nóg að segja það
við sína höfuðborg, að maður ætli
að verða rithöfundur. Hún vísaði hin-
um unga manni upp að Álafossi og
sagði honum að gæta spunavéla. Það
vann hann sér til matar og skjól-
klæða. En það reyndist erfitt að vera
skáld við spunavélina á Álafossi og
Ólafur flýði enn á náðir höfuðborg-
arinnar hálfum fingri fátækari en er
frá var horfið hið fyrra sinn. Seldi
hann nokkru síðar Ólafi Erlingssyni
handrit að bók sinni „Við Álftavatn“
og kom „með hönd undir kinn“ í dag-
blöðum og öðrum merkisritum og var
hvarvetna vel tekið. Þetta var haust-
ið 1934. — Ári seinna kom „Um
sumarkvöld“. Síðan hafa kom-
ið út tvær skáldsögur eftir Ólaf,
„Skuggarnir af bænum“ 1936 og
„Liggur vegurinn þangað?“ 1940, og
nú fyrir jólin kom smásagnasafnið
„Kvistir í altarinu11. Auk þessa fjöldi
af kvæðum og smásögum í blöðum
og tímaritum.
Hér skal ekki lagður dómur á rit-
höfundarferil Ólafs — þó freistandi
væri að hrekja eitthvað af þeim ó-
hróðri og skilningslausu skrifum, sem
jafnvel einn af bókmenntaheiðurs-
prófessorum og rithöfundum lands-
ins hefur látið sér sæma að taka álit-
legan þátt í, heldur skal það eitt sagt,
að það er skoðun mín, að sjaldan hafi
rithöfundarefni sýnt ótvíræðari hæfi-
leika en Ólafur Jóhann Sigurðsson,
né tekið köllun sína alvarlegar en
hann.
Við Ólafur erum á líkum aldri og
höfum verið kunningjar frá því að
fundum okkar bar fyrst saman í Al-
þýðubókasafninu í Reykjavík haustið
1935. Árin hin næstu á eftir vaf það
ekki öfundsvert hlutskipti að vera
ungur maður í Reykjavík, og bætti
lítið fyrir að vera að fást við skáld-
skap. Þá voru 10 krónur stórfé og
ÚTVARPSTÍÐINDI
191