Útvarpstíðindi - 08.03.1943, Side 14

Útvarpstíðindi - 08.03.1943, Side 14
ATKVÆÐAGREIÐSLAN: Áhyggjur o$ ábyrgd Bréj frá útvarpsráði. Útvarpsráð óskar, að sá misskiln- ingur verði leiðréttur í Útvarpstíð- indum, sem það telur mjög hafa kom ið fram í blöðum og bréfum til út- varpsins, að atkvæðagreiðsla Útvarps tíðinda um útvarpsefni hafi að ein- hverju leyti verið á vegum útvarps- ráðs eða útvarpsins. Skal það því enn tekið fram, að atkvæðagreiðslan og skýrslan um hana er á ábyrgð Út- varpstíðinda einna. Svar ritstjóra. Jafnframt því, er við birtum ofan- ritað bréf, viljum við þakka útvarps- ráði, og þá einkum formanni þess, fyrir ýmiskonar velvild í garð blaðs- ins og lesenda þess. Skal sérstaklega þökkuð sú liðvikni að láta blaðinu í té hálfsmánaðar dagskrá. Hinsvegar er okkur einnig ljúft og skylt að benda háttvirtum formanni á smá- veilur í framkomu hans gagnvart blaðinu. Það hefur sem sé borið við, að málflutningur hans um atkvæða- greiðsluna og Útvarpstíðindi, hefur verið mjög villandi og sums staðar er hreinlega farið með rangt mál. Hann hefur skrifað nokkrar klausur 1 Tímann, þar sem hann ræðir þessi mál, að því er virðist 1 þeim tilgangi að draga upp skopmynd af atkvæða- greiðslunni og áliti fólksins. Þá hefur hann, oftar en við höfum fært tölu á, neitað að bera „ábyrgð“ á atkvæða- greiðslunni- og skýrslunni um hana. Ásökunum og ábyrgðarumkvörtun- um formannsins skal hér með svarað í eitt skipti fyrir öll: Við höfum aldrei beðið formann út- varpsráðs eða útvarpsráð í heild, hvorki bréflega né munnlega, um neina ábyrgð á atkvæðagreiðslunni eða úrslitum hennar. Hitt er rétt, að við sýndum formanni atkvæðaseðil- inn og buðum honum að ræða fyrir- komulag atkvæðagreiðslunnar eða gera breytingartillögur við hana. For- maður vildi ekki sinna slíku og mælti á þá leið, að ekki þyrfti að láta skjal- festa með atkvæðagreiðslu vinsældir harmonikunnar. Þegar telja skyldi at- kvæði var formanni útvarpsráðs og útvarpsstjóra boðið að eiga fulltrúa við talningu atkvæða, og þar með eiga sinn þátt í ákvörðunum varðandi birtingu atkvæða. Formaður vildi enn í engu sinna þessu. Aftur á móti skip- aði útvarpsstjóri fulltrúa fyrir sína hönd. Þegar atkvæði voru birt, kom í ljós, að formaður útvarpsráðs var manna viðkvæmastur fyrir úrslitun- um og gagnrýnir þau ómilt. Telur hann, að nóg hefði verið að „birta t. d. 10—12 nöfn, sem flest atkvæði féllu á“. Verður honum einkum tíð- rætt um þau 27 atkvæði, er féllu á látna rithöfunda, af 1856 rithöfunda- atkvæðum, sem alls voru greidd, og það, að birt voru nöfn allra, er at- kvæði hlutu. Þessum atriðum höfum við þegar svarað í næst síðasta hefti. En ekki minnist formaður einu orði á það, sem í rauninni er athyglisverðast við úrslit atkvæðagreiðslunnar, en það er dómur fólksins um einstaka dagskrárliði og útvarpsstarfsemina 1 202 ÚTVARPSTÍÐINDI.

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.