Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Side 7

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.12.1939, Side 7
STARFSMANNABLAÐ REYKjAVÍKUfl Einkennisbúningar. Einkennisbúningar opinberra starfs- manna (ríkis og bæja) hjá öðrum þjóð- um eru gerðir eftir föstum reglum og öll einkenni á þeim. Þeir eru skreyttir með gylltum eða silfruðum hnöppum, borðum, snúrum, húfuskjöldum og ýms- um öðrum einkennum, eftir því hverri starfsgrein maðurinn tilheyrir og hve hátt hann er settur í starfsflokknum. Svo er þessu háttað um hermenn til sjós og lands, yfirmenn á skipum, lög- reglumenn, tollþjóna, póstþjóna, járn- brautamenn, slökkviliðsmenn og ýmsa aðra þjónustumenn við stofnanir bæja eða ríkis. Ekki er mér kunnugt um, hvort nokk- ur lagaákvæði eru til um þessa búninga, þeim til verndar gegn eftirlíkingum, en hitt er víst, að erlend einkafyrirtæki, sem hafa einkennisbúna menn í þjón- ustu sinni, sjá um, að þeir líkist ekki svo búningi opinberra starfsmanna, að um sé hægt að villast. Reykjavíkurbær hefir nú þegar í þjón- ustu sinni allmarga menn, sem bærinn leggur til einkennisbúning, svo sem: lögreglumenn, slökkviliðsmenn, hafn- sögumenn, heilbrigðisfulltrúa, og auk þess ýmsa menn, sem vinna við fyrir- tæki bæjarins og hafa einkennishúfur, en ekki einkennisbúning. Má gjöra ráð fyrir að slík búningsþörf fremur auk- ist en minnki, þegar stundir líða. Einkennisbúningar starfsmanna bæj- arins eiga að vera þannig gerðir, bæði hvað snertir snið og auðkenni, að al- menningur geti fljótlega séð, hverri starfsgrein bæjarins maðurinn tilheyrir. Búningur lögreglunnar virðist vera hentugur slíku starfi og fara vel þeim mönnum, sem hafa sæmilegt vaxtarlag. Og skammt er líka síðan honum var breytt í það snið, sem hann nú hefir. Búningur slökkviliðsins líkist ekki að neinu leyti búningi slökkviliðsmanna annarra þjóða, eftir því sem séð verður af myndum í erlendum blöðum, nema ef vera skyldi í einhverjum kotbæjum í Danmörku eða á landsvæðum utan borga. Varðsveitin á slökkvistöðinni er klædd tvíhnepptum jakkafötum og hafa á höfði skyggnishúfu. Hvorttveggja er skreytt gylltum borðum og mjög lítið áberandi rauðri rönd. En vara-slökkvi- liðsmenn mæta flestir með hjálma á höfði, þegar eldsvoða ber að höndum. Á varðsveit stöðvarinnar mæðir þó aðal- starfið, bæði við að koma slökkvitækj- um á brunastaðinn og að slökkva eld- inn, enda hafa yfirmenn þeirra og þeir alla fyrirsögn og ábyrgð á slökkvistarf- inu. Eins og nú er háttað, líkist búning- ur varðsveitar slökkviliðsins svo mjög búningi tollþjóna og bílstjóra við stræt- isvagna bæjarins, að bæjarmenn eiga erfitt með að aðgreina þessa starfs- flokka. Til gamans má geta þess um búning bílstjóranna, að sú saga gekk um bæinn fyrir nokkru, að sýslumaður einn utan af landi, sem var á leið í stjórnarráðshúsið, einkennisklæddur, var spurður að því af manni, hvenær næsti bíll færi til Skerjafjarðar. Fyrir- spyrjandi hélt að sýslumaðurinn væri bílstjóri við strætisvagn. Það væri því mikil breyting til bóta í þessu efni, ef hnappar og borðar á fatnaði bílstjór- anna væru silfurlitaðir. Sama hefi ég heyrt að þráfaldlega hafi komið fyrir slökkviliðsmennina, þegar þeir hafa verið á gangi á götun-

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.