Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Blaðsíða 10
62
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
Upp úr Núpsvötnum
blómkál og tómata til viðbótar nesti
okkar. Áfram ókum við yfir Ölfusá,
Plóann, Þjórsá, Holtin, Rangárvellina,
Hvolhreppinn, yfir Þverá hjá Hemlu og
Vorsabæ, þar sem Höskuldur Hvítanes-
goði bjó, yfir Landeyjar og Markar-
fljót að Hamragörðum, sem er yndislegt
bæjarstæði og í hömrunum fyrir ofan
bæinn eru tveir fossar, Seljalandsfoss,
sem steypist fram af hamrabrúninni
eins og fíngerð silkislæða og Gljúfrabúi,
sem er hálffalinn í hömrunum og sem
listaskáldið okkar góða orti um
„Gljúfrabúi, gamli foss, gilið mitt í
klettaþröngum' ‘.
Á þessum gullfallega stað borðuðum
við morgunmat, því það er um að gera
að velja sér fallega staði, þar sem áð er.
Aftur er ekið af stað og urðum við að
flýta okkur, því við höfðum ráðgert að
fara austur á Síðu um kvöldið. Það er
dásamlegt að sjá Eyjafjöllin í sól og
sumri. Þegar við komum að Skógaá
virtist hún vera nokkuð vatnsmikil, en
bílstjórinn okkar og bíllinn voru báðir
ágætir og komumst við heilu og höldnu
yfir hana,
I Skógaá eru marg-
ir fossar, en af veg-
inum sést aðeins
Skógafoss og er hann
mjög fallegur og til-
komumikill. Áfram
förum við yfir Skóga-
sand að Jökulsá á
Sólheimasandi (Fúla-
læk), og eru það
munnmælasögur, að
Þrasi í Skógum og
Loðmundur í Sól-
heimum, sem báðir
voru fjölkunnugir
hafi veitt vatni á
graslendi hvor hjá öðrum, því hvorugur
vildi að áin rynni í þeirra landi og með-
an þeir voru að þessum leik á Loð-
mundur að hafa setið í Loðmundarsæti,
en Þrasi í Þrasasæti við Skógarheiði
vestan Jökulsár, þar til þeir fundust við
gljúfur nokkur, þá sættust þeir á það,
að áin skyldi falla þar, sem skemmst
væri til sjávar, eins og við könnumst
við úr kvæði Gríms Thomsen, „Ríddu nú
með mér um Sólheimasand“.
Hannes á Núpsstaö