Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Page 12

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.12.1939, Page 12
64 STARFSMANNABLAÐ REYKJAVÍKUR inn um 20 km. yfir það. Það var mikið farið að dimma og fannst okkur það skuggalegt mjög. En allt í einu birtist tunglið í allri sinni dýrð og hellti geisl- um sínum yfir leið okkar. En þrátt fyrir geisla tunglsins urð- um við býsna glöð, er við sáum ljósin í Kirkjubæjar klaustri, því þangað var ferð- inni heitið, en þar búa hjónin Elín og Lárus Helgason og eru þau höfðingjar miklir og gestrisin mjög, eins og kunn- ugt er. En við komum svo seint, að hjónin voru gengin til rekkju. En snemma næsta morgun kom húsbónd- inn og tilkynnti okkur að hestar þeir, 1 Bæjarstaðaskógi Morsárdalur er við höfðum beðið um til fararinnar væru tilbúnir, þegar við vildum leggja af stað austur í Öræfi. Ákváðum við að dvelja að Kirkju- bæjarklaustri fram eftir deginum, því við ætluðum að fara í tveim áföngum aust- ur og vildum einnig skoða okkur um á hinum fræga sögu- stað. Kirkjubæjarklaust- ur stendur undir brattri hlíð. Brekk- urnar eru grasi grón- ar, lítill lækur renn- ur niður bergið rétt við bæinn og myndar freyðandifoss í tveim hvíslum og heitir hann Systrafoss, og kemur úr stöðuvatni uppi í heiðinni, sem Systravatn heitir.

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.