Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Side 19
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
71
stjórnar 18. nóv. 1920. Þá var ákveðið
að fela stjórn þess 3 bæjarfulltrúum
ásamt 2 bókfróðum mönnum, er þeir
velja. En tildrögin til þess að safnið var
stofnað voru þau, að þegar botnvörp-
ungarnir voru seldir til Frakklands 1917
varð að samkomulagi að 20 þús. af and-
virði þeirra yrði varið til að koma upp
slíku bókasafni fyrir bæinn. Bæjar-
stjórnin kallaði nú eftir þessu fé og fól
hinni fyrstu stjórn safnsins að leita
eftir heppilegu húsnæði fyrir safnið, en
það var ekki fyrr en 19. apríi 1923 að
safnið sjálft tók til starfa.
Reglugjörð fyrir safnið var sett af
stjórn þess 1923. 1 henni segir, að ,,til-
gangur safnsins er að efla almenna
menntun með því fyrst og fremst að
veita mönnum kost á að lesa góðar bæk-
ur, svo og á ýmsan hátt annan, eftir
því sem ástæður leyfa.“ Bókakostur
safnsins hefir aukizt stórkostlega, frá
tæplega þúsund bindum, sem byrjað var
með, en því er ekki að leyna, að hin
gífurlega eftirspurn eftir ýmiskonar
skáldsögum hefir haft sín áhrif á bóka-
kostinn.
Alþýðubókasafnið fékk fyrst inni á
Skólavörðustíg 3, en flutti í núverandi
húsnæði, Ingólfsstræti 12, árið 1928. Á
fyrstu árum safnsins var töluverð
hreyfing á því að koma upp byggingu
fyrir bókasafn handa bænum, var feng-
in teikning að slíkri byggingu 1924 eftir
Svend Dahl eftirlitsmann dönsku al-
þýðubókasafnanna.
títlán og önnur Frá fyrstu tið hef-
starfsemi. ir safnið starfað aðal-
lega í tveimur deild-
um, útlánadeild og lestrarsal. 1 útlána-
deild var tekin upp sú nýung, að lána
bækur í skip í þar til gerðum bókahill-
um og hefir þessi útlánastarfsemi orð-
ið mjög vinsæl. Við lestrarsal handa
almenningi var snemma bætt lesstofu
handa börnum og hefir hún verið mjög
mikið notuð. Þá hefir safnið átt bækur
í útibúum, svo sem í Verkamannabú-
stöðunum, en sú útlánastarfsemi mun
nú hætt, enda óréttlátt og gera sumum
bæjarbúum hærra undir höfði í þessu
efni heldur en öðrum. Húsnæðisskortur
safnsins hefir sjálfsagt valdið því, að
þetta ráð var tekið um tíma.
Nokkra hugmynd um starfsemi safns-
ins fá menn við athugun á eftirfarandi
talnaskýrslu:
Otlánuð Gestir Gestir
Ár bindi í lestrarsal í bamalesstofu
1936 116436 6847 10574
1937 119891 5460 9066
1938 143071 7078 9850
Verður ekki annað sagt, en að notk-
un safnsins sé geysilega mikil, en við
það er að athuga, að útlán skáldsagna
er í miklum meirihluta, svo að nærri
stappar óhófi. Er hér um vandamál að
ræða, sem borið hefir að höndum svip-
aðra bókasafna með öðrum þjóðum, og
hefir þá verið gripið til ýmsra ráða til
þess að beina lestrarlönguninni inn á
heilbrigðari leiðir. Menn muna hvellinn,
sem varð í Danmörku, þegar bókaút-
gefendur gátu trompað því í gegn, að
alþýðubókasöfn og lestrarfélög lánuðu
ekki út nýjar bækur, nema gegn gjaldi.
Jafnvel þótt bókaútgáfa sé áhættusöm,
er ekki víst, að slíkar aðgerðir leiddu
til góðs eins og hér til hagar, en það
er alveg víst að vistlegur lestrarsalur
og gnægð góðra handbóka myndi laða
menn að safninu til annars en skemmti-
lesturs og draga úr heimalestri mis-
jafnra bókmennta.