Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Blaðsíða 25

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.12.1939, Blaðsíða 25
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR 77 ur fleiri félög höfðu verið kvödd til fundarsetu, en boðuðu gild forföll. Um- ræðuefnið var hin sívaxandi dýrtíð og ráðstafanir hins opinbera til þess að stemma stigu fyrir kauphækkunum. Kom fundarmönnum ásamt um það, að starfsmannafélögum bæjarins bæri að taka höndum saman til þess að varna því, að dýrtíðin bitnaði fremur á þeim en öðrum vinnandi mönnum. Töldu fundarmenn ákvæði gengislaganna óbreytt algjörlega óviðunandi eins og ástandið er orðið nú, sérstaklega væri hámarksákvæði laganna of lágt sett og kaupuppbótina bæri að miða við orðna verðhækkun á síðasta ársf jórðungi árs- ins en ekki við verðhækkunina við misserisskifti. — Á fundinum var sam- ið álit um þessi mál, sem lagt verður fyrir hinar einstöku stjórnir starfs- mannafélaganna til samþykktar. Þegar gestirnir eru búnir að drekka kaffið (sem verður að vera BLÖNDAHLS KAFFI) er venju- legt að bjóða sælgæti. Ekkert sælgæti er eins ljúffengt og vinsælt eins og litlu yfirhúðuðu ávaxtakúlurnar frá sætindaverksmiðju BLÖNDHALS. 200 ávaxtakúlur kosta aðeins 1.25. Fæst hjá flest öllum ______matvörukaupmönnum,_______ Leiðrétting. Hr. ritstj. 1 síðasta tbl. Starfsmannablaðsins er vikið að starfi mínu og launakjörum, sem eftirlitsmaður með kolaverzlun. Það, sem rangt er hermt, er þetta: Eg hefi ekki „varla minni' laun hjá Söfnunarsjóði íslands, heldur kr. 100,00 á mánuði. Starf mitt útheimtir ekki þekkingu á ,,praktískri kolakyndingu", heldur þekk- ingu á kolaverzlun. Þó að ég hafi nokkra þekkingu á kyndingu, skiptir það ekki máli — skaðar ekki heldur. Að öðru leyti þakka ég vinsamleg um- niæli um mig. Virðingarfyllst Bjarni Guðmundsson. Þessi bók er tilvalin jólagjöf

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.