Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Qupperneq 28
80
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
Endurminning eftir L. S.
Það rigndi. —
Veturinn hafði farið í hönd með rign-
ingu og kalsa. Trén í görðum borgar-
innar höfðu felt blöðin í fyrra lagi.
Vatnsflóðið hafði skolað bliknuðu lauf-
inu niður í slepjuna á götunum. Raunar
voru göturæsararnir fyrir löngu búnir
að sópa laufinu burt, svo ekkert minnti
á haustið nema rigningin, sem hafði
haldið sér nærri látlaust, að fáeinum
uppstyttudögum undanteknum, það sem
af var veturinn. Götur og torg voru ill
yfirferðar sökum krapa, sem hlóðst nið-
ur. Svört og kvoðukennd ýfðist leðjan
í hverju spori. Tíðin lagðist þungt í
menn. Það rigndi sjaldan í snörpum,
hressandi skúrum, og lítil tilbreyting
var í því að þoka hnígi hrollköld og grá
yfir húsaþökin, og héngi í ógeðugum
tætlum niður á strætin.
Það rigndi enn aðfangadag jóla. —
Jólin. —
Að þessu sinni höfðu þau komið mér
alveg í opna skjöldu. Mér var nokkur
vorkunn, því tíðarfarið hafði ekki verið
sérlega jólalegt og ýmislegt annríki
hafði gert það að verkum, að ég hafði
ekki haft fyrirvarann. á um jólaundir-
búninginn.
Það er annars skrítið, að ég skuli nota
orðið ,,undirbúning“ í þessu sambandi.
Með hvað á útlendingur, einn síns liðs
í stórborg, að undirbúa sig til jólanna.
Hann er vinafár, svo ekki þarf hann að
vera lengi að hugsa fyrir jólagjöfunum,
og lítinn tíma tekur það, að gera vist-
legt umhverfis sig í herbergi sínu, og
jólahugsanirnar — þær koma af sjálfu
sér, þær eru svo að segja einustu gestir
hans um jólin. Raunar kannast hann við
þessar hugsanir — þær hafa vitjað hans
áður í ýmsu gerfi. Heimþráin gerir sér
ekki dagamun.
Ég geri ráð fyrir, að þessi jól hefðu
liðið svo sem hver önnur jól, ef þau
hefðu ekki einmitt komið svo flatt upp
á mig. Daginn fyrir Þorláksmessu hafði
mér eiginlega fyrst fyrir alvöru verið
hugsað til þess, að jólin færu í hönd,
og fyrir eitthvað hugsanasamband við
nálægð jólanna, hafði ég fengið þá hug-
mynd, að ég skyldi nota tækifærið til