Bankablaðið - 01.12.1981, Side 17
kallar fólkið saman á fund og kynnir
sjónarmið sín, sem eru náttúrulega í
samræmi við þarfir bankans. Hann
gefur sér tíma til þess að hlusta skiln-
ingsríkur á skoðanir annarra um
framkvæmdina.
Svenni breytir ofurlítið um lifnað-
arhætti og er nú farinn að stunda
heita pottinn kl. 7 á morgnana áður
en hann fer í vinnuna. Þetta er gert í
þeim tilgangi að viðhalda nauðsyn-
legri upplýsingaþörf deildarinnar,
frá sér háttsettari stjórnendum
bankans. Með þessu móti hefur
Svenna tekist að staðsetja sjálfan sig
á góðan stað í valdapýramída bank-
ans.
Þó er ýmislegt sem erfitt mun
reynast að leysa í því upphaflega
markmiði sem Svenni setti sér. Að
vísu er kominn á góður vinnuandi
innan deildarinnar, þar sem honum
hefur tekist að fá starfsfólkið til að
taka á sig aukna ábyrgð og hver og
einn finnur sig í því, að takast á við
verkefnin. En launapólitíkin er
þrándur í götu. Nú spyrð þú eflaust:
Hvers vegna? Jú, einfaldlega vegna
þess að samkvæmt henni er hver
starfsmaður ekki verðlaunaður sam-
kvæmt eigin verðleikum heldur
vegna ákveðinna eiginleika eða
hugmynda, sem ekkert eiga skylt við
bankann. Þar eru ýmsir verðleikar
sem annað hvort starfsmannastjór-
anum eða stéttarfélaginu þykir vert
að launa fyrir svo sem: íþróttahæfi-
leikar, rétt kynferði, ákveðnar póli-
tískar skoðanir eða jafnvel rétt ætt-
erni. Starfsaldurinn einn nægir oft til
þess að þoka mönnum jafnt og þétt í
góð laun eða stöðu með tímanum,
án tillits til verðleika viðkomandi.
Reyndar hefur Svenni oft lýst þeirri
skoðun sinni í heita pottinum, að
þessu þurfi að breyta. Hann telur að
laun hvers einstaklings séu einkamál
milli hans og bankans, sem engum
komi við nema þeim tveimur og
hann hefur jafnvel tekið svo djúpt i
árina, að telja það brottrekstrarsök
ef þessi trúnaður yrði rofinn. Ástæð-
an fyrir þessari skoðun Svenna er sú,
að hann telur að ekki sé hægt að
virkja einstaklinginn fullkomlega,
þannig að hann fullnægi eigin ,,egó”,
nema því aðeins að viðkomandi sé
verðlaunaður eftir eigin verðleikum
í starfi.
Kjartan Ingvason,
Landsbanka Islands.
Pað er audvitað gleðilegt að vita að móðir þín er ánægð með þig, en geturðu ekki útvegað önnur
meðmœli... ?
Erum alltaf méð mikið úrval af hjónarúmum og einstaklingsrúmum
á hagstæðu verði. Einnig vegghillusamstæður, speglasett o. fl.
á hagstæðu verði.
Höfum úrval af vörum til
JÓLAGJAFA
svo sem stereobekki,
kommóður, skrifborð,
einstaklingsrúm o.fl.
17