Bankablaðið - 01.12.1981, Page 23
L
Túninu kringum háhólinn hefur verið
þyrmt, sennilega vegna þess að mönnum
fannst þetta vera sá staður, sem næst
stæði minningunni um Ingólf og súlumar
hans. Húsastæði hans við tjamarendann
hefur verið umtumað og á því margbyggt
í gegnum tíðina, svo að torvelt hefur
reynst að finna það og svo hefur Amar-
hváli verið ýmis vanvirða sýnd. Því
stendur Amarhólstúnið enn í dag opið
og óbyggt. Seðlabankinn nýi mun veita
því skjól fyrir köldustu vindáttinni og
verja það sælöðri og seltuburði. í stað
hins lúna frystihúss við mest áberandi
hlið túnsins mun nú rísa fögur bygging,
vonandi mesta bæjarprýði.
Mesta þrætan um byggingar á hólnum
var út af Vídalínsmálinu, sem stóð bæði
lengi og kom víða við í stjómkerfi lands-
manna og var á hvers manns vörum í
skammdegi margra ára. Blaðaskrif og
bænaskjöl gengu á báða bóga og undir-
skriftum safnað. Nýjasta þrætumálið,
keimlíkt hinu, kom svo upp, eins og
mönnum er í fersku minni, út af bygg-
ingu Seðlabankhússins, sem þá átti að
standa neðst á Sölvhólsgötunni í túnfæt-
inum á gamla kotinu. Þau málalok urðu,
sem allir hafa sætt sig við að bankanum
var úthlutuð lóðin á hinum forna Amar-
hváli, sem í alla staði hentar betur svo
virðulegri stofnun.
Margt skammdegið á eftir að ganga
yfir í þessu landi og á meðan þrætuhóll-
inn er enn óbyggður, verður án efa unnt
að stytta sér stundir með meira þrasi um
framkvæmdir á honum.
En eftir að svo virðulegar byggingar
hafa raðað sér allt í kringum hólinn,
verður landeigandinn að sjálfsögðu að
snyrta hann betur og koma þar upp
skrautblómabeðum og skógarhríslum og
kannski gæti það einmitt orðið efnið í
eina þrætuna enn, hvemig skuli raða
plöntunum í brekkumar. Þegar spildur
voru seldar úr Arnarhólstúninu fyrrum
t.d. fyrir Kalkofninn, fylgdi það með í
kaupunum, að jafnframt byggingunni
skyldi kaupandi slétta ákveðinn hluta af
Arnarhólnum og breyta í tún fyrir land-
eigandann.
Kannski hefði það átt að vera með í
samningunum við Seðlabankann, að
hann annaðist skipulagningu og skreyt-
ingu Arnarhólsins, til að tryggja að vel
yrði að því staðið.
Athafnamenn
Hinn forni og sagnaríki Arnarhváll var
þar sem nú mætast Skúlagata og Kalk-
ofnsvegur, en bæði þessi götunöfn em
tengd iðnsögu landsins.
Ofurhuginn og athafnamaðurinn
mikli, Skúli Magnússon, hefur verið
kallaður faðir Reykjavíkur, en hann
mætti alveg eins kalla föður íslensks iðn-
aðar. Þó Innréttingar Skúla hafi ekki
komið við sögu Hválsins beint, þá er gat-
Kalofninn, Lækurinn og Battaríið lengst tilhægrí. Arnarhólstúnið ergirt af með fallegrigirðingu.
an sem þar liggur nú kennd við hann, í
virðingarskyni. Innréttingarnar voru um
langt skeið stórfyrirtæki í íslensku efna-
hagslífi, mun stærri hlutfallslega en
nokkurt annað fyrirtæki fyrr eða síðar.
Þar varð stétt daglaunamanna til og þar
starfaði jafnan fjöldi fólks við ýmis störf,
sérstök byggð myndaðist kringum fyrir-
tækið og inn í landið kom mikil tækni-
þekking í tengslum við það á nokkrum
árum, meiri en á mörgum öldum þar á
undan.
Um það bil heilli öld síðar var annar
athafnamaður starfandi í Reykjavík,
Eggert Eggertsson kaupmaður. Hann
hóf af miklum dugnaði og bjartsýni kalk-
nám í Esjunni og reisti ofn til að brenna
kalkið í, á malarkambinum undir Amar-
hólstúninu, þar sem lækurinn rann til
sjávar. Göngustígurinn úti í Battaríið lá
Björn Krístjánsson. hankastjóri Landshank-
ans (10(10-1020). starfaði sem unglingur i
kalk vinnslunni.
23