Bankablaðið - 01.12.1981, Page 27

Bankablaðið - 01.12.1981, Page 27
ÞROSKASAGA BANKAMANNS - ÞROSKAST HANN ALDREI? Það var í stríðsbyrjun. Þrátt fyrir alvöru lífsins hafði hann tíma til að sprella við stráklinginn, sem kom með sendingu af nýlenduvörum. „Hvað kostar þetta væni minn?“ Drengurinn sagði honum feiminn upphæðina á nótunni. Stóri maður- inn lét, sem stæðihann frammi fyrir þýðingarmestu veru á jarðríki, bukkaði sig og sagði: ,,Má ég biðja þig að hinkra aðeins, ég á hér ein- hverja peninga í sokk undir rúmi.“ Jú, mikið rétt, hann birtist að vörmu spori aftur og hampaði ullar- sokk miklum, endamaðurinn sjálfur vel útilátinn á alla kanta; dró upp úr hosunni buddu, vafða í tóbaksklút og taldi fram féð með tilburðum miklum, rétt eins og þetta væri leik- sýning í Iðnó. Maðurinn heitir Haraldur Á. Sig- urðsson, leikari af guðs náð, en hér segir ekki fleira af honum. Drengurinn hugsaði með sér: þetta er ferlega öruggt maður, eng- an grunar fjársjóð undir rúmi! Þetta er víst það, sem þeir kalla banka - á þeirri stundu öðlaðist drengurinn köllun til að vinna í svona banka, þegar hann yrði stór. Nú liðu mörg ár. Loks þegar draumurinn rættist og drengurinn fór að vinna í banka var búið að leggja niður ullarsokkakerfið, nema hvað gjaldkerar pökkuðu enn smá- mynt í rúllusokka. Það var fyrsta daginn hans í bank- anuin. Hann var hjá Aðalféhirði til að læra að telja peninga. Hikandi leit hann út um dymar fram í víð- áttumikinn afgreiðslusalinn. Guð minn góður, þetta er ljóta ljóna- gryfjan. Að þurfa að standa þarna frammi fyrir fólki og það eftir örfáa daga, hugsaði drengurinn. Allt fór þetta betur en á horfðist. Smám saman náði hann tökum á starfinu og handleggirnir á honum fóru að ganga eins og mylluspaðar. Þó fannst honum hann ekki vera neitt á við hlaupareikningsgjaldker- ana, sem voru svo afkastamiklir; veltu stórum upphæðum og léku á als oddi. Yrði hann nokkurn tíma svona fiinkur? Þegar halla tók á vinnudaginn kom Aðalféhirðir, hirti afrakstur dagsins og dinglaði höfði í takt við talninguna; hans mælikvarði var ó- neitanlega stærstur. Ahyggjulaus t.f’illSveinsson, Landsbanka Islands brunaði hann með kerru fulla af al- vörumilljónum á milli seinustu við- skiptavina dagsins. Hann var með ólíkindum farsæll í starfi, þægilegur maður og er enn. Hann hafði kennt nýliðanum svo til allt og ef eitthvað skorti á væri bara að spyrja næsta reyndan bankamann, það væri sá skóli, sem nægt hefði sumum til æðstu metorða. Því kom það nýlið- anum mjög á óvart, þegar hann ein- hvern fyrsta daginn bað um aðstoð virðulegs spekings við að leysa úr vanda viðskiptavinar að fá það svar, að honum kæmi þetta ekki við! Þetta var nú þá. Nú er allt orðið svo fínt, fólk fer í bankamannaskól- ann og sá, sem þar hefur komizt í allan sannleikann, stendur ekki eins og þvara frammi fyrir viðskiptavin- inum. Bankinn er búinn að fá andlit og hver einstakur starfsmaður orð- mn dráttur í andliti hans! Dag nokkurn barst leikurinn ofan í peningahvelfinguna með kerru Aðalféhirðis. Stálveggurinn opnað- ist og ljúflingurinn kjótlaði milljón- unum á sinn stað líkt og hann væri með nokkra pakka af kaffi, jafnvel exporti. Nýliðanum var um og ó að sjá öll þessi auðæfi - gullið allra lands- manna var víst þarna enhvers staðar líka. Þegar Aðalféhirðir sagði hon- um að ganga frá öllu með sömu verks- ummerkjum, þá skall hurðin á raf- magnskaplinum og klippti hann í sundur með glæringum miklum. Niðamyrkur skall á - nú hlaut öllu að vera lokið. Maður yrði áreiðan- lega rekinn fyrir svona flumbruhátt, hugsaði vesalingurinn. Þá hljómaði rödd úr myrkrinu ofur rólega: ,,fall er fararheill." Mikið þótti nýliðan- um vænt um hvað hann tók þessu blíðlega. Ja, skyldi þau hafa rennt grun í það stórskáldin tvö í bankanum og Jón Ólafsson líka, að ég ætti eftir að skrifa í blað, hvílík fásinna - og þó; annað stórskáldið sagði jú stundum við mig: ,,hvað segirðu“ — kannski hann hafi séð það fyrir, að einn góð- an veðurdag myndi rætast svona úr mér? Þetta kemur reyndar ekki til af góðu; ég var svo óduglegur við að safna auglýsingum í blaðið að ég var skikkaður til að skrifa. Á þessum ,,góðu“ gömlu dögum var hugtakið ,,vinnuaðstaða“ ekki til, nema það hafi faiist í aðstoð, sem sendimaðurinn frá ríkisfyrirtækinu veitti nýliðanum við að telja pening- ana. Hann sturtaði seðlunum yfir borðið svo þeir næstum því lentu of- an í peningaskúffunni, teygði svo báða handleggi yfir grindverkið og rótaði í seðlunum, sem honum fannst hann enn eiga; svo er þama svo og svo mikið . . . Eitthvað kunni sá nýbakaði illa við þessa óboðnu aðstoð. Auðvitað má aldrei segja neitt óviðurkvæmilegt við kúnn- ann, það vitið þið öll - hann hefur alltaf rétt fyrir sér. - Enn þann dag í dag stansar sendimaðurinn mig þó á götu þegar hann sér mig, því banka- maðurinn er auðvitað ég, eins og vkkur var farið að gruna - veltir 27

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.