Bankablaðið - 01.12.1981, Side 31

Bankablaðið - 01.12.1981, Side 31
AF BANKVANGI Enda þótt bankar séu almennt skilgreindir sem peningastofnanir, sumir tala um innlánsstofnanir en aðrir lánveitingahús, má og til sanns vegar færa, einkanlega við ríkjandi aðstæður hér á landi, að þeir séu nánast fjárhagslegar bók- haldsstofur. Peningarnir eru jú lítils virði og gamla viðkvæðið að þar séu engir peningar til. Þar til marks um má nefna að nú tala menn ekki leng- ur um að berjast í bökkum, heldur bönkum, enda hart barist um hvem eyri. Víst er um að ærið er að gera í bönkunum við fjárflutninga, öðm nafni millifærslur, og færslu eins- konar heimflisbókhalds fyrir flesta launþega á landinu, sem fá híru sína lagða inn á reikninga í bönkum og sparisjóðum, eða það litla sem eftir stendur af henni þegar búið er að gjalda keisaranum það sem keisar- ans er. Upplýst er að tékkafærslur einar saman vom í fyrra ekki færri en 24.000.000 og mest um 130.000 á einum degi, sem segir sína sögu um annríkið og hringrás peninganna. Bankabókara titluðu menn sig í gamla daga, einkum og sér í lagi meðan allt reikningshald bankanna var handfært, og ekki er svo langt síðan því ég man þá tíð í Landsbank- anum á ísafirði og Samvinnuspari- sjóðnum. Ef tölvutæknin hefði ekki komið til þyrfti nú heillan her manna, en samt sem áður myndu hlutirnir ganga of hægt fyrir sig, og tékkakeðjumar blómstra. Bankabókhald er að ýmsu leyti frábrugðið almennu bókhaldi enda þótt það byggi á sömu meginreglum tvöfalds bókhalds svo sem vænta má. Auk ólíkra reikningsheita og Einar S. Einarsson, Samvinnubankanum sundurliðanna má nefna það að í banka eru undirbækumar t.d. við- skiptareikningar færðir fyrst en aðalbókhaldið síðast, andstætt því sem annars staðar gerist. Bankinn er í raun eitt allsherjarbókhald, svo sem áður er að vikið, og aðalbók- haldið er miðja þess. Þar er efna- hagur bankans dreginn saman í eina mynd og rekstrarafkoman fundin út. íslendingar hafa verið heldur aft- MEÐ KAUP Á TELEFUNKEN LITSJÓNVARPSTÆKI TRYGGIR ÞÚ ÞÉR BJARTARI OG BETRI MYND Þegar þú velur þér litsjónvarp skaltu velja rétt tæki, tæki frá uppfinningamönnunum sjálfum. Telefunken fann upp Pal kerfið sem sjónvarpsframleiðendur í Evrópu nota. Þú getur að sjálfsögðu fengið ódýrari litsjónvarpstæki en ekki sambærileg að gæðum. Telefunken býður upp á alla þá möguleika sem aðrir bjóða eins og til dæmis Inline myndlampa, fullkomið einingakerfi, lága orkunotkun (90-130 Wött), bjartari og betri mynd, sjálfvirkur lita- og birtustillir, tengimöguleiki fyrir leiktæki og myndsegulbönd. En það sem mestu máli skiptir er að tækin eru betri. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMULA 9 SIMI 38820 31

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.