Jazzblaðið - 01.12.1949, Side 20

Jazzblaðið - 01.12.1949, Side 20
EFTIR □ LAF GAU K m Meðal þeirra, sem dá og elska jazz- músík, ber oft á góma viðfangsefnið: nýtur jazzinn í raun og veru svo al- mennra vinsælda, sem fullyrt hefur verið? Svör við þessu hljóta að vera mörg og margskonar. Margir vilja full- yrða, að jazzinn eigi öruggu almenn- ingsfylgi að fagna, aðrir mæla á móti. Þeir síðarnefndu hafa ekki svo lítið til síns máls, þó að manni gæti virzt svo í fljótu bragði. Því að þegar maður fer að athuga málið, kemur í ljós, að það e r e k k i nema tiltölulega mjög fá- mennur hópur manna, af þeim, sem hlusta á jazzmúsík hér hjá okkur, sem raunverulega njóta hennar. Því miður eru þeir varla fleiri en 20—30 af hundraði, sem hlusta af ánægju og skilningi. Því að hinir sjötíu eða áttatíu, sem eftir eru af hundraðinu, hafa í rauninni hvorki áhuga fyrir jazzmúsík eða yndi af að hlusta á hana — og þar missa þeir sannarlega af miklu. Þeirra áhugi, ef nokkur er, beinist aðallega að hinum svokölluðu dægur- lögum, sem að vísu eiga ýmislegt sam- eiginlegt með jazzinum og eru jafnvel skyld honum, en teljast alls ekki til hans, heldur sem flokkur út af fyrir sig. En það sorglega við þetta allt saman, að þessir gjörsneyddu menn blanda hiklaust jazzinum og dægurlög- unum saman, og gera úr þessu blöndu, sem á allan hátt hlýtur að teljast stór- 20 $azzlUiS hættuleg jazzmúsíkinni og algerlega misboðin henni. Og ekki nóg með það, heldur halda þeir svo blönduna vera hreinan jazz (en eins og kunnugt er, getur blanda úr tveimur efnum aldrei verið hreint og ómengað efni!). Mikinn meirihluta íslenzkra áheyrenda má flokka í þennan flokk manna, sem er í senn laus við tilfinningu fyrir góðri jazz- músík, og bráðhættulegur henni. Þetta er leiðinleg staðreynd, en staðreynd er það. Þessu er ekki hægt að mæla bót, en ef til vill orsakast þetta að einhverju leyti af því, að músík sú, som leikin hefur verið hér á danshúsum — en eins og kunnugt er, eru þau eitt aðal- heimkynni jazzins — hafa yfirleitt ver- ið slík, að af henni hafi ekki verið hægt að kynnast jazzmúsík og yfirleitt engri góðri tónlist. Kannske hefur hún frek- ar afvegaleitt hin óreyndu eyru en hið gagnstæða. En eins og sakir standa nú, væri alrangt að halda þessu fram. Því að hljómsveitir okkar hafa á síðustu mánuðum og misserum tekið meiri framförum en nokkru sinni áður á jafn- skömmum tíma, svo að nú lætur nærri að hægt sé að fullyrða, að hvergi heyr- ist í hljómsveit, sem eitthvað má sín, svo að það geti ekki talist sæmileg músík og sambærileg við það, sem margar af nágrannaþjóðum okkar hafa fram að bjóða — og það þó að teknar séu sem dæmi þjóðir, sem álitnar eru

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.