Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 4

Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 4
Þorsteinn Sveinsson, héraðsdómslögmaður: Norræna söngmótið ■ Kaupmannahöfn Ritstjóri blaðsins hefur snúið sér til Þorsteins Sveins- sonar hdlm., og beðið hann að segja frá Norræna söngmótinu í Kaupmannaböfn, en hann var einn af þátttakendum Ihéðan á mót þetta. Fer grein hans hér á eftir. Islendingar bafa um langan aldur verið söngelsk þjóð, þó að ýmsar aðstæður hafi valdið því, að lengi vel áttu íslenzkir tónlagasmiðir þess ekki kost, að kynna umlheiminum að neinu marki tónsmiðar sín- ar. Þetta hefur sem betur fer 'breyzt á síðari árum, enda 'hefur íslenzk tónmenning vakið aðdáun og skilning hafi hún verið vel og rétt túlkuð, og eiga þeir íslenzkir kórar, sem siglt hafa utan í þessu skyni sinn þátt í því. Það er því óumdeilanleg staðreynd, að í slíkum söngferðum sem vel takast, er fólgin mikil landkynning, enda hefur hin fámenna íslenzka þjóð sýnt það og sannað, að jafnvel á þessu sviði getur hún jafnast á við aðrar þjóðir, þó fjölmennari séu, og hafi á ýmsan hátt betri aðstæður til söngiðkana en við Islendingar. Eg mun hér á eftir skýra frá söngmóti, sem kórar frá öllum Norðurlöndunum voru þátttakendur í, og haldið var í Kaupmannahöfn dagana 1. og 2. júní s. 1. — Hér er nú orðinn álitlegur hópur duglegra tón- listarmanna, og ég vona, að forráðamenn ríkis og bæjar sjái sér fært að leggja fram nægilegt fé til að unnt verði að halda uppi starfsemi góðrar symfoniu- 'hljómsveitar. Hér er um mikið menningarmál að ræða, en í stuttu viðtali er ekki hægt að gera því full sk.il. — Já, ef til vill gefst tónlistarvinum síðar tækifæri til að heyra meira um skoðun yðar á þessu máli. En hvenær gefst kostur á að hlýða á hljómleika hjá yður? — Ég ráðgeri að halda hljómleika hér í Reykjavík og Hafnarfirði á hausti komanda, en jafnframt mun ég ao öllum líkindum einnig halda hljómleika á Ak- ureyri og Isafirði. A. K. Boð um þátttöku í móti þessu barst Utanríkismála- ráðuneytinu í febrúarmánuði s. 1. frá Dansk Korfor- ening, og var Iþá þegar hafizt 'handa um arhugun á möguleikum fyrir þátttöku Islendinga í móti þessu. Landssamband blandaðra kóra hafði framan af for- göngu í því máli, en eftir að Tónlistarfélagskórnum hafði verið falið að koma fram fyrir Islands hönd á móti þessu, færðist að sjálfu sér allur undirbúningur yfir á forráðamenn Tónlistarfélagskórsins og þá sér- staklega formann hans Olaf Þorgrímsson hæstarétt- arlögmann og meðstjórnendur hans. Eftir um iy2 mánaðar ötult starf kórsins, og hins ó- þreytandi og sívakandi söngstjóra hans Dr. Urbant- schitsoh, var kórinn albúinn til utanfararinnar. íslenzku þátttakendurnir í söngmótinu fóru flestir af stað flugleiðis héðan dagana 27. og 28. maí, en 7 kórfélagar höfðu áður farið með Drottningunni auk fararstjóra kórsins Olafs Þorgrímssonar hæstaréttar- löm. og konu hans. Er til Kaupmannahafnar var komið, var strax hafizt handa með undirbúningsæf- ingar undir mótið. Kórar hinna Norðurlandaþjóð- anna voru nú sem óðast að koma til Hafnar, og var ákveðin sameiginleg æfing allra kóranna í Fórum þann 31. maí kl. 13.00. Kórar Norðurlandanna æfðu þarna saman hið mikla kórverk „Satigen i Norderí', sem skrifað var fyrir Norðurlandaíöngmótið 1929 fyrir blandaðan kór með hljómsveit. Kórverk þetta skiptist í kafla, og sungu allir kór- arnir sameiginlega 1., 2. og síðasta kafla kórverksins, auk þess sem hvert land átti sinn sérsta'ka kafla í kórverki þessu, sem sunginn var af söngkór þess lands. Kafli Islands í kórverkinu, er saminn af Sigfúsi Einarssyni tónskáldi og heitir „ísland“. Var sá kafli eins og tónverkið í heild saminn 1929, og sunginn þá í fyrsta sinn. Er allir kórarnir höfðu raðað sér upp og æfingin skyldi hefjast, var ekki grunlaust um, að sumir ís- 4 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.