Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 14

Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 14
PERSÓNUR: Porgy, Bassbarytón. Bess, Messósópran. Crown, Barytón. Serena, kona Robbins, Sópran. Klara, kona Jakes, Messosópran. María, Alt. SÖNGLEIKIR II.: Porgy og Bess eftir Gershwin. Pétur, T enór. Frazie, lögfræðingur, Baritón. Annie, Messosópran. Kona með jarðarber, Messosópran. Jim, Baritón. Meðhjálparinn, Baritón. Nelson, Tcnórbaritón. Jake, fiskimaður, Baritón. Sporting Life, flagari, Tenór. Mingo, Tenórbaritón. Robbins, Tenórbaritón. Söngleikur í þremur þáttum (níu deildum). — Textinn er eftir Du Bose Heyward og Iru Gershwin. — Frumsýningin var í Boston árið 1935 og léku negrar þar öll hlutverkin. Þetta er eini söngleikur Gershwins. Tónlistin er samansett af „negro spirituals" annarsvegar og svo jazz. Tónfegurðin er mikil og meist- aralega sniðin fyrir leikhús. Leikurinn fer fram meðal negra í Charleston, South Carolina, á bóndabæ, sem kallaður er „Catfish Row“ og var áður í eigu ríkra hvítra manna, en er sagan gerist í eigu svertingjanna. Maðurinn með krabbana, Tenór. Allan Archdale, lögfr., Earitón. Ley nilögregluþj ónn, Talhlutverk. Rannsóknarlögregluþjónn Talhlutverk. 1. þáttur, 1. deild. Það er kvöld á hinum þéttbýla bóndabæ. Umferða- salarnir koma heim frá vinnu sinni, nokkrir spila á spil. Móðir, Klara syngur við barn sitt. Nú kemur líka' örkumlamaðurinn Porgy heim í litla vagninum sínum, sem er dreginn af geit. Þeir sem inni eru stríða honum á ást hans til Bess, er býr með hinum risavaxna Crown, sem í þessu gengur inn með Bess við hlið sér. Crown er drukkinn, en vill taka þátt í spilinu, og þegar hann tapar verður 'hann óður af reiði, drepur mótspilara sinn, Robbins og flýr. Hinn velklæddi og grobbni Sporting Life reynir að tæla Bess með sér til New York, en hún flýr til eina vinarins, er hún á, kryplingsins Porgy. 1. þáttur, 2. deild. í stofu Serenu konu Robbins, liggur lík manns hennar á rúminu, og íhinir syrgjandi vinir hennar hafa safnazt þar saman. Þeir syngja trúarljóð og safna peningum svo 'hægt verði að láta útför Robbins fara sómasamlega fram, svo lík Rdbbins verði ekki afhent læknisstúdentunum til krufningar eins og Ser- enu hefur verið hótað. Meðhjálpari löfar þó, að sjá um útförina fyrir hina litlu upjihæð, er hefur safnazt saman. 2. þáttur, 1. deild. Catfish Row mánuði seinna. Fiskimennirnir sitja og bæta net sín, en Porgy syng- ur frá glugga sínum um þá hamingju, að eiga Bess (sjá dæmi). Kun lidf jeg e\ — er i ker—den Oh. 7 gof p/en fy of nuf- f/ng Negralögfræðingur einn hefur selt Bess skilnaðar- bréf, svo að hún getur nú gifst Porgy. Sporting Life reynir að tæla Bess til sín með cocaini, sem ihann hefur ávallt nóg af, en hún rekur hann burt. Nú búa allir sig til að fara í skemmtiferð til eyjar- 14 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.