Musica - 01.07.1948, Qupperneq 15

Musica - 01.07.1948, Qupperneq 15
innar Kittiwaih. Porgy telur Bess á að fara með, og brátt leggja allir af stað og aðeins krypplingurinn Porgy verður eftir. 2. þáttur, 2. deild. A Kittiwalh eyjunni er dansað og skemmt sér. Sport- ing Life syngur biblíuvísu sina: fí , , '.. . 3 '2 I----71-----P_______- ■ ^ 0 5'b — len der siaarhv-od der staar Ot or'n't ne-ces-so-rt -/y sof , I 'því flautar skipið og allir 'hlaupa til að ná því, Bess er síðust, og er 'hún ætlar að fara kemur Crown út tir skóginum. Hann ihefur falið sig þar síðan hann framdi morðið og neyðir hana nú til að verða kyrra. 2. þáttur, 3. deild. Catfislh Row, viku seinna. Jake kveður Klöru og fer út á bátnum sínum til veiða. Frá berbergi Porgys heyrist óráðshjal Bess. Ser- ena og fleiri vinstúlkur Bess biðja fyrir henni. Eftir nokkra stund batnar Bess heldur, og hún gengur út að stiganum og segir Porgy að hún ihafi verið hjá Crown og hún hafi orðið að lofa að fylgja honum þegar hann kæmi aftur. En hún elskar aðeins Porgy’og biður hann grátandi um vernd gegn Crown. Allt í einu skellur á fárviðri og Klara, sem er hrædd um Jake fellur í yfirlið. 2. þáttnr, 4. deild. Negrastúlkurnar hafa safnast saman í stofu Serenu og syngja og 'biðja fyrir mönrium sínum, sem eru úti í fárviðrinu. Þá ryðst Crown skyndilega inn og hlær að ótta þeirra. En Klara sér frá glugganum bát Jakes reka að landi — tóman. Crown hæðir þá sem inni eru og fer sjálfur til hjálp- ar Klöru, og lofar um leið og ihann fer, að koma aftur að sækja Bess. 3. þáttur, 1. deild. Catfish Row. Allir halda að Crown hafi farizt í storminum, en Sporting Life þykist vita betur. Ur stofunni beyrist söngur Bess, er hún er að svæfa barn Klöru. Þegar myrkrið er skollið á, og enginn er úti á ferli, læðist Crown að glugga Bess, en eldsnöggt rekur Porgy, er hefur falið sig, hníf sinn í bak Crown. 3. þáttur, 2. deild. Næsta dag sækir leynilögreglumaður Porgy til að hjálpa til við að hafa upp á þeim, er verknaðinn framdi. Porgy veitir harðvítuga mótspyrnu, en þýð- ingarlaust. Sporting Life notar sér fjarveru hans til að reyna enn að tæla Bess: "Jeg har Plad ser pao en Boad til ÍJorK f7here's a boa/ da/'s /eav-in' soon /or /Vetv rtyork en hún rekur hann frá sér og neitar einnig að taka við cocaini, er hann býður henni. En þegar hann er farinn, lætur hún undan freisting- unni og tekur lítinn pakka með cocaini, er hann hafði skilið eftir. 3. þáttur, 3. deild. Viku seinna kemur Porgy heim í góðu skapi frá fangelsinu. Fyrst hafði hann verið grunaður, en nú loks hafði honum verið sleppt og hann hafði með sér fullt fangið af fallegum gjöfum til Bess, en pening- ana fyrir þeim ha'fði hann unnið í spilum af með- föngum sínum. Er hann kemur heim að húsinu og spyr eftir Bess, læðast vinir hans hnuggnir burt. Hann uppgötvar þá að herbergi Bess er tómt. Þá koma vinir hans að og segja honum, að Bess hafi haldið að Porgy yrði dæmdur fyrir morðið á Crown, og 'hafi hún látið Sporting Life tæla sig með cocaininu til New York. Með bæn til guðs um hjálp biður Porgy um vagn- inn sinn og leggur vongóður af stað í hina löngu för sina til New York til að bjarga Bess. MUSICA 15

x

Musica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.