Musica - 01.07.1948, Side 13

Musica - 01.07.1948, Side 13
1 Ljósm.: Oddur Þorleifsson og Óskar Gíslason. Nemendahljómleikar Tónlistarskólans eru nú orðnir ifastir liðir í tónlistarlífi liöfuðstaðarins. Þangað Ifara allir, er tónlist unna til að kynnast lista- mönnum framtíðarinnar. I Iþeim marglita kóp, er þar kemur fram, eru efa- laust margir, er munu komast langt á ihinni þyrnum- stráðu braut tónanna og hver veit ihvort ekki er þarna á meðal einhver snillingur, sem bera mun höfuð og herðar yfir samtíð sfna. Hér mun ekki reynt að gagnrýna hina mörgu ungu listamenn, er þarna komu fram, en aðeins látin í ljósi undrun yfir, að ekki skuli fleiri sækja þessa tónleika. Þeir, sem ekki sækja þá, fara mikils á mis, því að yfir þeim hvílir sérstakur blær. Þarna koma fram litlar stúlkur og drengir, sem rétt ráða við það, er þau fara með, og svo ihinsvegar alvörugefin ungmenni, er leika með tilþrifum sem meistarar væru. Það er áreiðanlegt, að.þeir, er ætla sér að fylgjast með tónlistarlffinu í nútíð og framtíð verða að kynna sér hvað æskan getur, sú æska, er taka á við og við getum vænst mikils af. MUSICA 13

x

Musica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.