Musica - 01.07.1948, Page 20

Musica - 01.07.1948, Page 20
Hlióðfceri 02 hliófceraflokhar I. Fiðlan og afbrigði hennar FIÐLAN er nú eitt aðalhljóðfærið í sinfóníuhljóm- sveit nútímans. Hún og afbrigði hennar, mynda kjarna hljómsveitarinnar. I þessum flokki strengja- hljóðfæra teljast eftirtöld Ihljóðfæri: Fiðlati, hún er minnsta hljóðfærið í þessum flokki, þarnæst kemur Bratschinn, eða Viola da Braccio eins og hann heitir á ítölsku, en af honum eru til þrjú afbrigði, Viola di Gamba, Viola D’Amoure og Viola Pomposa. Svo kemur Cellóið, sem allir hér á landi kannast við og að lokum kontrabassinn. En áður, en við hefjum lýsingu á þessum hljóð- færum, birtum við til gamans lýsingu á því hljóð- færi, sem að áliti flestra er hljóðfærið, sem þessi flokk- ur hefur verið sniðinn eftir. Þetta hljóðfæri nefnist Rebec. Rebec er strengjahljóðfæri, strok'hljóðfæri frá mið- öldunum, með bognum hljómkassa eins og lúturinn. Þeirri skoðun hefur verið haldið mjög fram, að Rebec væri af arabiskum uppruna, og það álit verið dregið af því, að nokkur hljóðfæri skyld Rebec t. d. „Re'bab“ og „Lúturinn" eru hvorttveggja arabísk. Það er erfitt að fullyrða nokkuð í þessu máli, en um sama leyti voru aðrar þjóðir uppi með svipuð hljóðfæri, svo að Arabarnir voru ekki einu braut- ryðjendurnir á þessu sviði. Ítalía. Sú nýbreytni verður tekin upp við La Scala söng- leikahúsið í Milanó, að nokkrir amerískir söngvarar hafa verið ráðnir þangað til gestaleiks. Þessar ráðning- ar fara fram að undirlagi Toscaninis. Bandaríkjn. Negrasöngvarinn Todd Duncan hefur í viðtölum við blöð vestan hafs, farið mjög lofsamlegum orðum um íslenzka píanóleikarann Arna Kristjánsson. Hafði Duncan hlýtt á leik Arna í Svíþjóð og dáðist hann mjög af tækni og þrótti þeim, en einkenndi leik Arna. Danski söngvarinn Lauritz Melchior gefur ár hvert öll laun sín við Metrópolitan söngleikahúsið í New Til fróðleiks má ne'fna nokkur hljóðfæri, er uppi voru um þetta leyti (um 8 hundruð e. Kr.) t. d. hið indverska „Ravanstron", „Crwth“, er koma frá Wales og hin finnska „Strákharpa“. Rebec og hljóðfæri skyld því, eins og t. d. „Gígjan", ,,Rubeban“ og „Fidulan" nutu mikilla vinsælda á mið- öldunum, en er Fiðlan, Bratschinn og Cellóið komu fram, hurfu þessi hljóðfæri smátt og smátt af sjónar- sviðinu, þó var Rebec en notað á 18. öld, en aðallega af götuleikurum. Nú er það 'hortfið með öllu, og sum hljóðfærasöfn, eins og t. d. það danska, eiga ekkert sýnishorn a'f þessari hljóðfærategund. Rebec var diskant hljóðfæri og var leikið á það, eins og á fiðlu. Hin lútmyndaða Pochette kom frá Rebec og var töluvert svipað því. Það var mjög lítið og strokið. Danskennarar við frönsku hirðina notuðu það mjög til undirleiks við danskennslu og komst hljóðfærið mjög í tízku. Var það skreytt með dýrum steinum og vörðu margar tízkumeyjar hundruðum þúsunda í skreytingu á hljóðfærum sínum. Sum þeirra voru svo smá, að stinga máttu þeir í vasann. Þessi 'hljóð- færi hurfu þó að mestu með frönsku stjórnarbylt- ingunni. Framhald. York til styrktar ungum söngvaraefnum, er hefðu að öðrum kosti orðið að hætta söngnámi. Hann er nú staddur í Danmörku og mun syngja þar til ágóða fyrir aldna söngvara. — Gætum við ekki ráðið hann 'hingað upp á sömu kjör ? ? ? Frú Ibolyka Zilzer hefur nú undanfarið verið á bljómleikaferðalagi um Holland og Belgíu í annað sinn á skömmum tíma. Hefur hún fengið mjög góða dóma. Standa nú yfir samningar um Bandaríkjaför frúarinnar, en fyrst um sinn mun hún þó hvíla sig á herrasetri sínu í Danmörku. Frúin biður að heilsa öllum þeim mörgu vinum, er hún eignaðist hér. 20 MUSICA

x

Musica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.