Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 21

Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 21
Karl Sigurðsson, form. Mandólín og gítar á íslandi I. GREIN Karl Sigurðsson er fæddur í Bolungarvík 22. nóv. 1919., en foreldrar fluttu til Reykjavíkur í maí 1920 og hefur hann átt hér heima síöan. Hann er pípulagningamaður að iðn, en ver tómstundum sínum til tónlistariðkana, og lærir gítarleik hjá Sig. Briem. Hann var einn af stofnendum Mandólínhljómsveitar Rciykjavíkur. Lék hann fyrst á gítar í liljómsveitinni og kom frarn sem einleikari á hljómleikum í apríl 1947. En síðan að Mandólon-cello fluttist hingað 1946, hefur hann leikið á það hljóðfæri í hljómsveitinni. Hann var kosinn formað- ur M.H.R. 1944, ritari 1945 og ’47 og form. 1948. Þau gleðitíðindi gerðust nú fyrir skömmu, að er Musica hóf göngu sína, bauð ritstjórinn unnendum mandólín og gítarleiks, rúm hér í blaðinu fyrir álhuga- mál þeirra, svo og fyrir sögu þessarar listgreinar. Er þetta boð þakksamlega þegið, og vil ég nota tekifærið til þess að þakka ritstjóranum þann skerf, sem 'hann leggur til aukins tónlistarþroska hér með þessari útgáfu. Svo var til ætlazt, að hér yrði gerð nokkur grein fyrir sögu mandólínsins hér á landi, en því e'fni er örðugt að gera tæmandi skil á fljótu bragði. Saga þess er að vísu ekki löng, en þó er hún það veigamikil og á vonandi eftir að verða, að söfnun heimilda gæti orðið ærið verk. Það væri því kærkomið, ef þeir, sem hafa eittihvað í fórum vitundar sinnar, er .hjálpað gæti til við þessa söfnun, gerðu svo vel að punkta það hjá sér og senda til blaðsins eða stjórnar M.H.R. (K. S. Víðimel 19). Mandólínið er hljóðfæri þeirra, sem unna blíðum lögum. Þeir, sem kannast við þann milda þyt, er bærir loftið og rumskar við angurblíðum tilfinning- um, þegar vel er leikið á það, geta ekki komizt hjá að £á áhuga fyrir þessu hljóðfæri, enda býr það einnig yfir nær ótakmörkuðum möguleikum til kröftugs og breytilegs leiks. Þess er ekki getið í greinum um tónlist hérlendis, að mandólín væri til í eigu þeirra manna, sem helzt iðkuðu hana í kringum aldamótin síðustu. En aftur á móti er þess getið að nokkrar virðulegar „maddöm- ur“ ættu gítar, sem þær léku á og sungu við. En gítarinn er ómissandi til undirleiks við mandólínið bæði í hljómsveitum og eins þegar um einleik er að ræða, auk þess sem hann er sjálfur eitthvert dásamleg- asta einleikslhljóðfæri, sem til er, enda eru til tónverk í klassiskum tíl samin fyrir þessi hljóðfæri saman. Má þar nefna konserta eftir C. Munier, ítalskan gítar- og mandólínleikara og tónskáld. Eru þetta allmikil verk og ekki heiglum hent að leika þau. Nokkur þeirra eru til í eigu M.H.R. auk nokkurra smærri verka, sem ekki er rúm til að nefna að sinni. En gaman verður að lifa, þegar mandóMnleikarar hérna fara að ráða við þau. Síðan mandólínið kom fyrst hingað til lands, hefur það hægt en örugglega rutt sér til rúms meðal alþýðu manna, en merkasta áfangann má e’flaust telja þann, er Sigurður Briem lagði stund á mandólín og gítar- nám í Danmörku. En er Sigurður kom 'heim aftur hóf hann þegar kennslu, sem fyrsti lærði mandólín- leikarinn og kennarinn. Upp frá því fellur þessi tónmennt í nokkurnveg- ínn beinan farveg, er leiðir til stbfnunar M.H.R., sem nú hefur starfað í því nær fimm ár við vaxandi vin- sældir og framför í skipan og tækni. Þegar hér er komið sögu fara ýmis vandamál að koma fram m. a. verkefnaval og framsetning og geta orðið skiptar skoð- anir um það, hvaða leiðir skuli farnar. En þá er vert að atihuga það, að þær leiðir stefni til aukins þroska og matshæfni á tónlist yfirleitt, auk þess, sem skemmtun væri, að og sé þá sem flestir þættir tónlistarinnar teknir til greina. Framhald. Það er ekki hægt að álíta listaverk ódauðlegt — aðeins vegna þess að það þreytir samtíð sína. Otto Weis. MUSICA 21

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.