Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 30

Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 30
Hljóðfcerin og meðferð þeirra, 1. grein: GÍTARINN Með þessu hefti tónlistarblaðsins Musica hefst nýr greinaflokkur, er nefnist „Hljóðfærin og með- ferð þeirra". I lefst hann á gítarnum, sem er orð- inn eitt algengasta heimilishljóðfærið. Munu í þessum flokki birtast leiðbeiningar um helztu atriði í meðferð hljóðfæranna og mun Musica snúa sér til þekktra hljóðfæraleikara- og smiða og fá hjá þeim sem fyllstar upplýsingar. Að þessu sinni hefur blaðið snúið sér til Axels Kristjánssonar, en hann hefur leikið með hljóm- sveit Björns R. Einarssonar, og fengið hjá hon- um þær upplýsingar, er fyjgja hér á eftir. Fyrst og fremst þarf að gæta fyllsta hreinlætis í með- ferð gítarsins. Hreinsa hann öðru hvoru með sérstöku hljóðfærabóni eða (húsgagnagljáa oð nota til þess mjúk- an klút. Sérstaklega er áríðandi að hreinsa vel grip- brettið og taka strengina af á meðan. Gott er að gera sér að reglu, að loknum leik, að þurrka vel af strengjunum og hálsinum með þurri tusku, sérstaklega þó, ef leikmanni 'hættir til að svitna á höndunum, annars verður hálsinn stamur og streng- irnir óþjálir. Skrúfurnar þarf að smyrja og er gott að nota til þess þykkt vaselín. Nú, þegar erfiðlega gengur að fá skrúfurnar ættu allir að gæta ;þess vel að smyrja þær nógu oft. Aríðandi er að endurnýja strengina á minnst þriggja mánaða fresti, annars verða þeir innbyrðis eftir Axel Kristjánsson, gítarleikara. falskir, hljómurinn minni og mattari og þeir halda ekki stillingu. Margir veigra sér við að skipta um bassastrengi, því þegar þeir eru nýir er tónninn harður og óþjáll, en þá er gott að strjúka strengina með stálull og verð- ur tónninn þá mýkri. Gæta skal vel að vefja streng- ina rétt og klippa af endunum ef þeir eru of langir. Röng vafning getur valdið skrölti og eyðilagt skrúf- urnar. Ef skora á stól eða söðli verður of djúp, svo að strengurinn skröltir við málmstrikin, er gott að setja vaskaskinnsbút undir strengina til bráðabirgða. Hitinn í hetbergi því, er gítarinn á að geymast í, þarf að vera sem jafnastur, rakt loft er versti óvinur tréhljóðfæranna, en þurt og heitt loft getur eyðilagt Kminguna. Gítarinn má ekki hanga þar sem sól nær að skína á 'hann eða nálægt heitum ofni eða nálægt glugga, sem mikið er opinn. upp með heil ósköp af nótnabókum og þurfti til að byrja með að leita lengi að hverju lagi, en þó kastaði fyrst tólfunum, þegar eitt lagið fannst ekki í bókun- um, og söngkonan og fiðluleikarinn máttu hlaupa af stað, til þess að sækja eina bók í viðbót. En þegar búið var að leita ií henni kom lagið í leitirnar í hinni Er þetta afar leiðinlegt að horfa á og óskandi að undirleikarar vari sig á þessu og komi ekki með annað á Ihljómleika en það, sem spila á, eða þá í að- gengilegri niðurröðun. Hitt getur farið illa með þann, sem aðstoða á, enda þótt það kæmi ekki að áþreifan- legri sök í þetta sinn, þar sem taugar söngkonunnar virtust furðu styrkar. Áheyrendur voru of fáir, og er það orðið full títt, þegar ekki er um „Jam-session“ að ræða, en þeir fögnuðu söngkounni mjög vel eins og vera bar. K. S. Tímaritið „MUSICA". Tónlistartímarit, kemur út 6 sinnum á ári. — Utgefandi: Drang- eyjarútgá'fan. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tage Ammendrup. Ritstjórn og afgreiðsla Laugaveg 5S, símar 3311 og 3896. — Askrift- arverð 40 kr. fyrir árið. — Sent burðargjaldsfrítt um allt land. 30 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.