Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 23

Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 23
Kirkjukórasamband Reykjavíkur- prófastsdæmis stofnað Kirkjukórasamband Reykjavíkurprófastsdæmis var stafnað á fundi höldnum í Oddfellowhúsinu 21. marz. Var fundur þessi haldinn að tilhlutan Sigurðar Birkis söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og var hann aðalhvata- maður um stdfnun þessa kórasambands. Hefur hann reynzt sambandinu hinn hj’álplegasti og stuðlað að framgangi þess í einu og öllu. Kórarnir héldu samsöng í Dómkirkjunni 19. maí og sungu fyrst hinir fimm kórar innan sambandsins, hver með sínum stjórnanda, en að lokum sungu þeir allir saman og stjórnaði dr. Páll Ísólfsson samsöngn- um. Tókst hann mjög vel, og var sambandinu til sóma á allan hátt. Má segja, að stofnun þessa samhands hrfi átt sinn þátt í því, að þjappa þeim, er kirkjusöng unna, þéttar ■saman og jafriframt örva þá til meiri vandvirkni við sönginn. Það vill oft verða svo, að þeir, er syngja í kirkjukór fá ekki tækifæri til að heyra aðra kóra en þeirra eigin, svo að hér bauðst því tækifæri til gagnkvæmrar kynn- ingar. Þeir kórar, er sungu á samsöngnum voru þessir: Dómkirkjukórinn undir stjórn dr. Páls ísólfssonar, Fríkirkjukórinn undir stjórn Sigurðar ísólfssonar, Laugarneskirkjukórinn undir stjórn Kristins Ingvars- sonar, Hallgrímskirkjukórinn undir stjórn Páls Hall- dórssonar (dr. Páll ísólfsson stjórnaði kórnurn í for- föllum Páls) og Neskirkjukórinn undir stjórn Jóns Isleifssonar. I stjórn sam'bandsins eru þessir menn: Magnús Vig- fússon, formaður, Páll Guðjónsson ritari, Hálfdán Helgason, gjaldkeri og meðstjórnendur þeir Kristinn Kristjánsson og Einar Þorsteinsson. Ætlunin er að halda Mkri stefnu og tekin hefir verið upp og halda hljómleik a. m. k. árlega og er það á- reiðanlega hinum tryggu unnendum kirkjutónlistar- innar mikið kappsmál að svo megi verða. Söngmót ó ísafirði Samband vestfirzkra kirkjukóra stóð fyrir söngmóti á ísafirði og var það haldið dagana 27.—29. maí. Fyrst voru haldnir kirkjutónleikar og síðan almenn- ir hljómleikar. Eftirtaldir kórar tóku þátt í mótinu: Kirkjukór Bolungarvíkur, söngstjóri séra Páll Sigurðsson, Kirkju- kór Flateyrar, söngstjóri frú Sigríður Benediktsdóttir, Kirkjukór Patreksfjarðar, söngstjóri Steingrímur Sig- fússon, Kirkjukór Þingeyrar, stjórnandi Baldur Sigur- jónsson’og Sunnukórinn á Isafirði, stjórnandi Jónas Tómasson. Undirleik á orgel og flygel annaðist Sigurður Isólfs- son, organisti frá Reykjavík. Herra biskupinn yfir Islandi, Sigurgeir Sigurðsson og frú hans voru heiðursgestir sambandsins. Kirkjulhljómleikarnir voru 'haldnir í ísa’fjarðarkirkju og voru sungin lög eftir Kaldalóns, Björgvin Guð- mundsson, Steingrím Sigfússon, Björn Kristjánsson, Sigtrygg Guðlaugsson, Jónas Tómasson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og þess utan voru lög eftir marga erlenda tónsmiði á söngskránni. Almennu hljómleikarnir voru haldnir í Alþýðuhús- inu á Isafirði. Voru þar sungin 15 lög eftir innlend og erlend tónskáld. Tókust báðir hljómleikarnir með ágætum og eiga þeir, er að þeim stóðu miklar þakkir skildar fyrir óeigingjarnt starf. Samband vestfirzkra kirkjukóra var stofnað 23. sept. 1945 og var stofn- fundurinn haldinn að Þingeyri í Dýrafirði. Stofn- endur voru, auk hinna fimm kóra, er þátt tóku í mótinu kirkjukórar Bíldudals, Núpssóknar og Suður- eyrar. Stjórn sambandsins skipa: Jónas Tómasson, form., Hjálmar Gíslason, ritari og Sigríður Benediktsd., gjald- keri. MUSICA 23

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.