Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 25

Musica - 01.07.1948, Blaðsíða 25
Ur hljómlistarlífinu Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur og Söngfélagið Harpa héldu sameiginlega hljómleika í Trípolíbíó í maí s. 1. ViSfangsefni voru tvö verk eftir Karl O. Runólfsson, tónskáld: Svíta fyrir hljómsveit og Cant- ata fyrir kór, hljómsveit og einsöngvara. Einsöngvarar með kórnum voru þeir Ölafur Magn- ússon frá Mosfelli og Birgir Halldórsson. Stjórnandi var Dr. Victor von Ufbantschitsch. Hljómsveitin var með ágætum og skilaði sínu hlut- verk vel, en heldur var kórinn veigalítill og naut Cantatan sín ekki sem skyldi í meðferð hans, sér- staklega voru dýpri raddirnar veigalitlar. Þessi tvö verk Karls O. Runólfssonar eru mjög at- hyglisverð og er það vel, að svítan varð fyrir valinu til flutnings á Norrænu tónlistarhátíðinni. Það hefur eflaust valdið mörgum vonbrigðum, að hljómleikarnir skyldu ekki verða endurteknir, því að færri komust að en vildu, en því voru 'hljómleikarnir haldnir í Trípoh? Þjóðlagasöng\onan Gagga Land Hin vinsæla þjóðlagasöngkona Engel Gagga Lund hélt hljómleika í Austurhæjarbió í apríl. Undirleik annaðist dr. Páll Isólfsson. Það er ávallt mikil ánægja að hlýða á Göggu Lund ekki svo mikið vegna söngs hennar, þó að hann sé ágætur, heldur gerir öll framkoma hennar og út- skýringar sitt til að skapa sérstaka „stemningu“ meðal áheyrendanna. Undirleikur dr. Páls var ágætur og var hann söng- konunni mikil stoð. Karlakprinn Fóstbrccður hélt söngskemmtun hér í maí. Söngstjóri var Jón Halldórsson. Var samsöngur kórsins allur hinn vand- aðasti og efnisskráin samin með geðþekkum og létt- um blæ yfirleitt. Auk kórsins kom fram hinn vinsæli söngvari Krist- ján Kristjánsson og söng nokkur lög. Hljómleikarnir fóru prýðilega fram og á kórinn, söngstjórinn og einsöngvararnir þakkir skilið fyrir hugljúft kvöld. Samband reybjvís\ra \ir\ju\óra hélt hljómleika í Reykjavík í maí (sjá grein á öðrum stað hér í blaðinu). Erling B/öndal Bengtson hélt hljómleika í Austurbæjarbíó í maí. Undirleik annaðist dr. Victor von Urbantsdhitsch. Það e,r mjög ánægjulegt að heyra þær framfarir, er orðið hafa á leik þessa unga snillings síðan hann gisti ísland síðast. Tónninn er orðinn mun mjúkari og vald hans yfir hljóðfærinu enn meira en þá. Eiga þeir menn hérlendis, er mest hafa hjálpað Erling litla áfram á listabrautinni miklar þakkir skildar fyrir örlæti sitt og 'hjálpsemi. Því ef Erling heldur áfram að þjálfa sig eins og hann hefur gert hingað til, má vænta, að heimurinn verði einum snillingnum ríkari. Té/(/(nes\i /(larinettleikarinn Jan Moravék og íslenzka óperusöngkonan Svanhvít Egilsdóttir héldu sameiginlega hljómleika í Ha'fnar- firði í apríl við ágætar undirtektir áheyrenda. Agnes Sigurðsson, hljómleikar. EFNISSKRÁ: Beethoven: Sónata op. 101. Allegro, ma non troppo. Vivace alla marcia. Adagio, ma non troppo, con afetto. Allegretto. Brahms: Intermezzo. Mendelsohn: Rondo Capriccioso. Schuman: Romance. Chopin: Polonaise. Ravel: Une Barque Sur L’Ocean. Ravel: Pavane. Debussy: Feu d’Artifice. Fauré: Nooturne. St. Saéns: Etude en forme de Valse. Ungfrú Agnes Sigurðsson hélt tvo hljóleika á veg- um Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíó í júní. Heldur var efnisskráin veigalítil, og má segja, að sónata Beethovens hafi verið það eina, sem hreif, þó að hún hafi ekki notið sín sem skyldi í meðferð ungfrúarinnar. Framh. á bls. 29. ■MUSICA 25

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.