Musica - 01.07.1948, Síða 27

Musica - 01.07.1948, Síða 27
V AGN KAPPEL : Saga tónlistarinnar 2. grein. Niðurlöndin og Palestrina. Polyfon þýðir fleirröddun. Til þess að Ihægt sé að kalla laghluta pólyfóniskan þarf hver rödd að vera sjáljstœð (sérstakt lag), en saman þurfa raddirnar að mynda harmoniska ein- ingu. Allt þangað til um 1600 er gullöld fleirröddunar- innar og frá því um 1400 eru Niðurlendingar þar fremstir í flokki. Josquin des Prés. Eitt af stærstu nöfnum þessa tímabils var Josquin des Prés (1450—1521). Hann var eftirlætistónskáld Lúters. Eftir hann eru þekktar um það bil 30 messur og sýna þær, fyrir utan mikið tónlistargildi, með hvílíkum tæknilegum yfirburðum Niðurlendingar notuðu sér möguleika fleirröddunarinnar út í æsar. T. d. er eitt lag eftir Prés þannig byggt, að allar raddirnar byrja jafnt, en undirröddin fer helmingi hraðar og yfirröddin þrisvar sinnum ihraðar en milli- röddin. Prés náði alveg (hinum fljótandi ihreyfingum fleir- röddunarinnar, þannig, að raddirnar fylgjast ekki rytmiskt að, heldur grípa ihver inn í aðra, eins og tannihjól, svo laglínan rennur stöðugt áfram, þar til að allar raddirnar sameinást í endakaflanum (Kad- ensunni). Prés fæddist í Condé um 1450 og varð ungur söngv- ari hjá pávanum í Róm, en hætti þar fljótlega og réðist fyrst í þjónustu hjá Lorenzo hertoga Flórenz- borgar og seinna til Lúðvíks 12. Frakkakonungs. Eitt sinn lofaði konungur Prés stöðu sem reglustjóra (Kanonikus) við hirðina, með þar tilheyrandi laun- urn, en gleymdi því aftur. Prés lét þá uppfæra eftir sig verk við hirðina samið v>ð orðin „Minstu löforðs þíns við þjón þinn, því þú lezt mig vona“. Er þessi fínlega áminning hjálpaði ekki til, samdi hann nýtt verk við orðin „Ég á engan hlut í ríkidæmi hinna dauðlegu". Þessi áminning varð til þess, að kon- ungur minntist loforðs síns og veitti Prés stöðuna, samdi hann þá, fullur þakklætis þriðju tónsm'íðina við orðin „Herra, þú hefur sýnt þjóni þínum velgerð“. Rétt fyrir dauða sinn fór þessi gamli meistari aftur til Condé. Skyldur hinum niðurlenzka stíl var hinn franski. Meðal hinna stærstu innan hans var Claude Goudi- mel (1505—72), var hann Hugenotti og var myrtur með trúbræðrum sínum á hinni illræmdu Barthóló- meusarnóttu. Lasso og Palestrina. Hin síðasti og jafnframt sá mesti hinna hollenzku meistara var Orlando di Lasso (1532—94). Hann er fæddur í Mons í Hennegaufylki, en fór mjög ungur til Italíu og þaðan til Múndhen, þar sem hann varð hirðhljómsveitarstjóri. Hann var mjög staffssamur og liggja eftir hann ógrynni af messum og sm'ásálmu og auk þess verald- leg lög „Kanson’s" eða ástarlög. Sérlega þekktir urðu ihinir frægu borðsálmar hans (Psalmi Poenitentiales). Lasso undi sér engrar hvíldar og sagði alltaf, er vinir hans hvöttu hann til að leita sér ihvíldar: „Guð Orlando di Lasso. Palestrina. MUSICA 27

x

Musica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Musica
https://timarit.is/publication/725

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.